Körfubolti

Spánn og Bandaríkin með þægilega sigra

Gasol var frábær í liði Spánverja í kvöld.
Gasol var frábær í liði Spánverja í kvöld. Vísir/Getty
Bandaríkin vann nokkuð þægilegan sigur á Finnlandi á HM í körfubolta sem fer fram á Spáni. Lokatölur urðu 144-55, en eins og tölurnar gefa til að kynna var spennan lítil í leiknum.

Bandaríkin voru strax eftir fyrsta leikhluta með fimmtán stiga forystu og í öðrum leikhluta skoruðu Finnarnir aðeins tvö stig. Lokatölur urðu svo eins og fyrr segir, 114-55.

Sigur Bandaríkjamanna var sá sjöundi stærsti í sögunni og sá stærsti síðan Bandaríkin unnu Kóreu á HM 1990.

Anthony Davis skoraði sautján stig fyrir Bandaríkin, en Klay Thompson var stigahæstur með átján stig. Shawn Huff var stigahæstur hjá Finnlandi með tólf stig.

Í öðrum leikjum dagsins ber helst að nefna sigur Spánverja á Íran með þrjátíu stiga mun, 90-60. Paul Gasol lék á alls oddi í liði Spánverja; skoraði 33 stig, tók átta fráköst og átti tvær stoðsendingar.

Madhi Kamrani var stigahæstur hjá Íran með átján stig.

Öll úrslit dagsins má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×