UFC 177: Nýliði berst um titilinn í kvöld með sólarhrings fyrirvara Pétur Marinó Jónsson skrifar 30. ágúst 2014 17:00 TJ Dillashaw og Joe Soto í vigtuninni í gær. Vísir/Getty Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport. MMA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira
Í kvöld fer UFC 177 fram í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í aðalbardaganum munu mætast þeir TJ Dillashaw og UFC nýliðinn Joe Soto, en Soto kemur inn í titilbardagann með aðeins sólarhrings fyrirvara. Seint í gær bárust þær fregnir að Renan Barao gæti ekki keppt um titilinn gegn TJ Dillashaw eins og til stóð. Ástæðan ku vera sú að niðurskurður Barao hafi verið honum um of, en Barao féll í yfirlið við að reyna að ná 135 punda takmarkinu. UFC nýliðinn Joe Soto tekur því hans stað. Það var í maí á þessu ári sem TJ Dillashaw og Renan Barao mættust fyrst um bantamvigtartitil UFC. Renan Barao var ríkjandi meistari og hafði farið taplaus í gegnum 33 bardaga í röð yfir níu ára tímabil. Andstæðingur hans, TJ Dillashaw, var upprennandi bardagamaður sem margir töldu að gæti orðið meistari einn daginn, þó þessi bardagi væri almennt álitinn sem of snemmbær fyrir hann. Samkvæmt veðbönkunum átti hann ekki séns í meistarann. Flestir töldu því að bardaginn yrði leikur einn fyrir Renan Barao, en annað kom á daginn. Dillashaw var nálægt því að rota Barao í fyrstu lotu og náði Barao aldrei að jafna sig eftir það. Eftir mikinn yfirburðabardaga kórónaði Dillashaw svo eigin frammistöðu með því að rota Barao í fimmtu og síðustu lotunni. Einn óvæntasti (en jafnframt mest sannfærandi) sigur í sögu UFC varð að veruleika. Til stóð að Renan Barao fengi að hefna ófaranna frá því í maí og endurheimta titilinn sinn. Því miður fyrir hann var niðurskurðurinn of erfiður og því fær UFC nýliðinn Joe Soto tækifæri lífs síns í kvöld þegar hann tekst á við sjálfan bantamvigtarmeistarann. Upphaflega átti Soto að berjast í einum af upphitunarbardögum kvöldsins gegn Anthony Birchak en fær nú titilbardaga. Soto var eini bantamvigtarmaðurinn sem UFC gat fengið með sólarhrings fyrirvara þar sem hann var nú þegar tilbúinn til að berjast annað kvöld. UFC hefði aldrei getað fengið þekktari bantamvigtarkappa til að berjast með aðeins sólarhrings fyrirvara þar sem enginn hefði getað náð 135 punda takmarkinu á svo skömmum tíma, hvað þá komið sér á staðinn. Því var eina lausn UFC að fá annan bantamvigtarkappa af sama bardagakvöldi. Fyrsti bardagi Soto verður risastór – mun stærri en hann átti upphaflega að vera. Hann hefur þó engu að tapa og má vel við una ef hann lifir af fyrstu lotuna. Sigri hann á morgun væru það óvæntustu úrslit í sögu UFC, svo einfalt er það. Nánar má lesa um Joe Soto á vef MMA Frétta hér. Ákveðin bölvun hefur hvílt á UFC 177 bardagakvöldinu enda hafa margir bardagamenn meiðst sem áttu að berjast á þessu kvöldi. Tíðindin í gær voru stærsta áfallið, en UFC gerðu þó það besta sem hægt var að gera úr stöðunni. Bardaginn í kvöld verður því áhugaverður fyrir margar sakir. Útsendingin hefst kl 2 á Stöð 2 Sport.
MMA Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Sjá meira