Um 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2014 12:18 Sýni voru tekin úr Holuhrauni í gær og eru nú í efnagreiningu. Vísir/Vilhelm Skjálftavirkni er enn mjög mikil í kringum Bárðarbungu og hafa rúmlega 700 skjálftar mælst frá miðnætti. Mest virkni hefur verið á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Sú virkni hefur hins vegar ekki færst norðar í tvo sólarhringa. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að stærstu skjálftarnir frá miðnætti hafi verið einn af stærðinni 4,5 í norðurhluta Bárðarbunguöskju klukkan 02:35, annar af stærðinni 4,2 á svipuðum slóðum klukkan 06:18 og sá þriðji af stærðinni 5,4 mældist klukkan 7:03 á suðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Um tuttugu skjálftar hafa mælst í kring um Öskju. „Spennubreytingar vegna berggangsins gætu skýrt þessa virkni,“ segir í tilkynningunni. „GPS mælingar sýna áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við norðurjaðar Vatnajökuls. Engar óvenjulegar breytingar hafa mælst á rennsli í Jökulsá á Fjöllum. Það sama á við um aðrar ár sem renna norðvestur úr Vatnajökli.“ Sýni voru tekin úr Holuhrauni í gær og eru nú í efnagreiningu. Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. „Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: o Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. o Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. o Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. o Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.“ Þó sé ekki hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur yfir Bárðarbungu og gulur yfir Öskju. Bárðarbunga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira
Skjálftavirkni er enn mjög mikil í kringum Bárðarbungu og hafa rúmlega 700 skjálftar mælst frá miðnætti. Mest virkni hefur verið á 15 kílómetra löngu svæði með miðju á jaðri Dyngjujökuls. Sú virkni hefur hins vegar ekki færst norðar í tvo sólarhringa. Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að stærstu skjálftarnir frá miðnætti hafi verið einn af stærðinni 4,5 í norðurhluta Bárðarbunguöskju klukkan 02:35, annar af stærðinni 4,2 á svipuðum slóðum klukkan 06:18 og sá þriðji af stærðinni 5,4 mældist klukkan 7:03 á suðurbrún Bárðarbunguöskjunnar. Um tuttugu skjálftar hafa mælst í kring um Öskju. „Spennubreytingar vegna berggangsins gætu skýrt þessa virkni,“ segir í tilkynningunni. „GPS mælingar sýna áframhaldandi láréttar færslur vegna gliðnunar við norðurjaðar Vatnajökuls. Engar óvenjulegar breytingar hafa mælst á rennsli í Jökulsá á Fjöllum. Það sama á við um aðrar ár sem renna norðvestur úr Vatnajökli.“ Sýni voru tekin úr Holuhrauni í gær og eru nú í efnagreiningu. Í tilkynningunni segir að ekki sé hægt að segja til um það á þessari stundu hvert framhaldið verður. „Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir: o Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. o Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný norðan Dyngjujökuls, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. o Gangurinn nái til yfirborðs og eldgos hefjist á ný en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. o Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.“ Þó sé ekki hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur yfir Bárðarbungu og gulur yfir Öskju.
Bárðarbunga Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Sjá meira