Fjárlagafrumvarpið auðveldar ekki kjarasamninga Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2014 21:48 Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason. Fjárlög Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er ekki líklegt til þess að auðvelda gerð kjarasamninga nú í haust að mati hagfræðings Alþýðusambandsins. Lægstu tekjuhóparnir eyði mun hærra hlutfalli ráðstöfunartekna sinna til matarinnkaupa en hæst launuðu hóparnir og því bitni hækkun virisaukaskatts á matvæli mest á þeim lægst launuðu. Fyrir utan breytingar á virðisaukaskattskerfinu er ein stærsta breyting skattamála á næsta ári að auðleggðarskatturinn, sem lagður hefur verið á eignamestu einstaklinga þjóðfélagsins undanfarin ár, verður lagður af. En hann skilaði ríkissjóði 10,5 milljörðum króna á þessu ári. Með breytingum á virðisaukaskattskerfinu nær ríkissjóður að auka nettótekjur sínar um þrjá milljarða króna á móti þessum horfnu tekjum. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru lausir og þar á bæ er þrýst á verulegar launahækkanir. Ólafur Darri Andrason hagfræðingur Alþýðusambandsins segir þessar breytingar koma verst við þá tekjulægstu.Sýnist þér að þessar breytingar muni auðvelda gerð kjarasamninga í haust? „Ég er hræddur um að þetta gæti þvælst fyrir okkur við gerð kjarasamninga. Þegar við greinum hópana, þ.e.a.s. tekjuhópana og hvernig þetta hittir menn fyrir, óttumst við að tekjulægstu hóparnir muni koma nokkuð illa út úr þessu. Við erum að sjá það að að tekjulægsta tíundin í samfélaginu er að verja tvöfalt meira af ráðstöfunartekjum sínum til kaupa á matvælum en tekjuhæsta tíundin,“ segir Ólafur Darri. En á sama tíma og þeir tekjuhæstu eyði um 10 prósentum að ráðstöfunartekjum sínum í mat, fari um 21 prósent tekna tekjulægsta hópsins til matarinnkaupa. Þessi staðreynd geti því gert samninga erfiða. Stjórnendur fyrirtækja hafa tekið sér mun meiri launahækkanir en almennir kjarasamningar gáfu launafólki og ýmsir opinberir starfsmenn hafa fengið meiri hækkanir. Ólafur Darri segir frumvarpið gera ráð fyrir 3,5 prósenta verðbólgu á næsta ári. „Og gangi það eftir verður snúið að koma saman kjarasamningum og það er ekki að sjá að þetta frumvarp sé mikið innlegg í að slá á verðbólgu. Það er því líklegt að Seðlabankinn verði skilinn einn eftir á vaktinni við að berjast gegn verðbólgu. Það mun þýða að vestir verða hærri hér en ella þannig að því leiti gætu samingar orðið svolítið snúnir,“ segir Ólafur Darri Andrason.
Fjárlög Mest lesið Helgi Pétursson er látinn Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Erlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Sjá meira