Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2014 21:00 Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Bárðarbunga Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Bárðarbunga Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira