Töfrandi fyrirbæri umhverfis eldstöðina Kristján Már Unnarsson skrifar 9. september 2014 21:00 Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. Bárðarbunga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Töfrandi fyrirbæri sem kallast nornahár sést nú fjúka frá eldsstöðvunum á Dyngjusandi. Þetta sást einnig koma upp úr Skaftáreldum árið 1783.Click here for an English version. Við sáum þetta fjúka um alla sanda í kringum gosstöðvar, en skildum ekkert í þessu. Þetta virtust vera einhverskonar hárvöndlar og líktist einna helst steinull. Við héldum fyrst að þetta væri eitthvað gróðurkyns, gras eða þess háttar, en það gat varla passað því þarna er vart stingandi strá að sjá. Og ekki gat þetta verið ull af sauðfé því þarna eru engar kindur. Svo vill til að 230 ára gömul frásögn af svona fyrirbæri hefur varðveist úr Skaftáreldum, hún er sú elsta sem vitað er um í heiminum, og hún rifjaðist upp þegar vísindamennirnir sáu þetta veltast um á Dyngjusandi. Þetta er hvorki úr jurtaríkinu né dýraríkinu. Þetta er úr steinaríkinu og er afurð eldgossins, kallast Nornahár á íslensku en er kennt við eldguðinn Pele í eldfjallafræðum og kallað hár Peles, og myndast við sérstakar aðstæður í eldgosum. „Þetta er eins og hárlokkur ef þú heldur á þessu, en þetta er grjót. Þetta er gler sem hefur storknað þegar kvikan var að koma upp úr gosopinu. Í raun og veru er gasstreymi svo mikið að það teygir kvikuna í þessi örþunnu hár. Síðan falla þau til jarðar og byrja síðan blása eftir yfirborðinu og fara í þessa vöndla sem að ferðast með mismunandi hraða um sandana,“ segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.
Bárðarbunga Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira