Körfubolti

Tyrkland áfram eftir dramatík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty
Tyrkland varð í kvöld sjöunda liðið til að tryggja sig í 8-liða úrslit heimsmeistaramótsins í körfubolta sem fram fer á Spáni.

Tyrkir mættu Áströlum og var leikurinn hin mesta skemmtun. Leikurinn var hníjafn alan tímann, en staðan var 35-34, Áströlum í hag í hálfleik.

Emir Preldžić skoraði hins vegar sigurkörfuna fimm sekúndur fyrir leikslok og tryggði Tyrkjunum sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Áðurnefndur Preldžić var stigahæstur hjá Tyrklandi ásamt Sinan Güler, en þeir skoruðu báðir sextán stig. Hjá Áströlum var það Aron Baynes sem var stigahæstur með fimmtán stig.

Tyrkland mætir Litháen í 8-liða úrslitunum á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×