Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - Astrakhan 27-29 | Tveggja marka tap Hauka Guðmundur Marinó Ingvarsson í Schenker-höllinni skrifar 7. september 2014 13:42 Adam Haukur Baumruk var markahæstur Haukanna vísir/anton Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka forystu Dinamo Astrakhan frá Rússlandi í EHF-bikarnum eftir 29-27 tap í fyrri leik liðanna í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld. Haukar fór vel af stað en um miðbik fyrri hálfleiks misstu leikmenn liðsins dampinn og rússneska liðið náði forystu í leiknum. Haukar fóru illa með nokkur dauðafæri og gerða sig seka um að flýta sér of mikið í sókninni sem rússneska liðið refsaði grimmilega fyrir. Haukar skoruðu eitt mark á tólf mínútum og lentu fjórum mörkum undir. Haukar náðu þó að koma sér aftur inn í leikinn fyrir hálfleik og munaði aðeins einu marki á liðunum í hálfleik 14-13. Dinamo öðlaðist mikið sjálfstraust er leið á leikinn og lék enn betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Boltinn gekk betur í sókninni og flestir leikmanna liðsins virtust njóta þess að leika í Schenker höllinni. Á sama tíma varð leikur Hauka mjög þvingaður. Leikmenn reyndu mikið sjálfir og leið allt of langur tími á milli sókna þar sem boltinn gekk vel og kerfin gengu upp. Þrátt fyrir góða innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar í marki Hauka í seinni hálfleik náði Dinamo sex marka forystu þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.Þröstur Þráinsson fer í gegn.vísir/antonHaukar náðu að bíta frá sér síðustu mínútur leiksins. Liðið breytti vörninni og náðu að nýta sér veikleika í sókn Dinamo sem skilaði því að liðið fékk auðveldari mörk með hröðum sóknum og náði að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk.Adam Haukur Baumruk lék allan leikinn í vinstri skyttu hjá Haukum og átti mjög góðan leik þó hann hafi eins og flestir aðrir leikmenn liðsins gert sig sekan um að fara illa með dauðafæri. Í rússneska liðinu eru jafnt leiknir leikmenn sem geta leyst flóknar stöður og gamaldags drumbar sem eiga í vandræðum gegn ákveðnum varnarleik. Það þurfa Haukar að nýta sér betur í Rússlandi ætli liðið áfram auk þess sem Haukar verða að nýta færin betur. Það skal samt ekkert tekið af Dinamo. Liðið lék góða vörn sem var föst fyrir og lét finna vel fyrri sér. Liðið er með nokkra góða skotmenn sem þurfa lítið pláss til að láta vaða og þurfa Haukar einnig að loka betur á það í seinni leiknum ætli liðið að komast áfram.Patrekur ræðir við sína menn í dag.vísir/antonPatrekur: Ætla að líta jákvætt á þetta „Þetta var kaflaskipt. Það voru hlutir í leiknum sem ég var ánægður með. Byrjunin var fín en þeir refsuðu okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Við fórum illa með dauðafærin og gerðum okkur seka um sendingafeila en svo kom gott spil inn á milli þar sem við náðum að hreyfa þá. „Þetta var á köflum ágætt og svo voru kaflar á móti sem voru ekki nægjanlega góðir. Svo er það að Adam Haukur þarf að spila í 60 mínútur, verandi eina skyttan vinstra megin og svo Árni Steinn hægra megin. Við erum ekki eins breiðir í þessum stöðum og í fyrra. „Árni og Adam þurfa að fara í gegnum þetta og græða á því en eins og hjá Árna þá virkaði hann pínu þreyttur í lokin,“ sagði Patrekur sem var búinn að skoða rússneska liðið á myndbandi og var liðið eins og hann átti von á. „Liðið var eins og ég var búinn að sjá. Þetta er hefðbundið rússneskt lið. Þeir eru fastir fyrir og spiluðu eins og við bjuggumst við. Mér fannst að við hefðum samt átt að nýta þetta betur. „Ég ætla mér að líta jákvætt á þetta. Tvö mörk er hægt að vinna upp. Þetta hefði getað farið algjörlega í hina áttina. Strákarnir fá hrós fyrir að koma til baka. „Við vitum að til þess að klára svona Evrópuleiki þá þarftu að taka öll dauðafærin og fá markvörslu allan leikinn. Það er sama uppskriftin og venjulega. „Við náðum að gera þetta að leik fyrir seinni leikinn. Það hefði verið hræðilegt að fara með tíu marka tap út. Við verðum að vera tilbúnir. „Við vissum að þeir væru með sterka skotmenn af gólfi og við þurfum að stíga öll skrefin út í þá. Sóknaraðgerðir voru margar mjög góðar. Ég er með unga stráka í mörgum lykilhlutverkum og þetta fer í reynslu bankann,“ sagði PatrekurHeimir Óli með mann í takinu.vísir/antonHeimir Óli: Eigum enn möguleika „Við gerðum okkur erfitt fyrir. Við tókum karakter í lok fyrri hálfleiks og komum okkur aftur inn í þetta en svo erum við ekki með einhvern vegin en sínum svo karakter í lokin aftur og komum okkur aftur inn í einvígið,“ sagði Heimir Óli Heimisson línumaður Hauka. „Ég lít þetta sem fyrri hálfleik og við eigum enn möguleika á að ná góðum úrslitum út úr þessu einvígi. Ég er bjartsýnn á ferðalagið til Rússlands „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að vera inni í einvíginu og ég tel að við höfum gert það en við getum sjálfum okkur um kennt. „Ég fer með þrjú dauðafæri og ég held að allir hafi farið með einhver dauðafæri í þessum leik. Við eigum að líta í eigin barm. Ef við nýtum þetta úti þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við getum unnið þetta lið,“ sagði Heimir Óli sem vildi ekki afsaka sig með því að tímabilið er rétt að hefjast. „Það er léleg afsökun. Við eigum bara að gera betur. Við erum búnir að æfa þetta en hann var seigur í markinu. Við tökum ekkert af honum. Við áttum samt að gera betur. Við gerum kröfu á okkur og viljum vera bestir. „Við eigum eftir að fara yfir upptöku af leiknum og fara yfir hvernig við getum gert þetta ennþá betur. Við verðum að vera bjartsýnir fyrir þetta og hafa trú á verkefninu. „Við vorum búnir að fara vel yfir þá og það kom okkur ekkert á óvart í þeirra leik. Við getum samt spilað betur. Þetta er fyrsti leikurinn sem við töpum og það er leiðinleg tilfinning og ég vil ekki kynnast henni mikið betur,“ sagði Heimir Óli. Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira
Haukar þurfa að vinna upp tveggja marka forystu Dinamo Astrakhan frá Rússlandi í EHF-bikarnum eftir 29-27 tap í fyrri leik liðanna í Schenker höllinni að Ásvöllum í kvöld. Haukar fór vel af stað en um miðbik fyrri hálfleiks misstu leikmenn liðsins dampinn og rússneska liðið náði forystu í leiknum. Haukar fóru illa með nokkur dauðafæri og gerða sig seka um að flýta sér of mikið í sókninni sem rússneska liðið refsaði grimmilega fyrir. Haukar skoruðu eitt mark á tólf mínútum og lentu fjórum mörkum undir. Haukar náðu þó að koma sér aftur inn í leikinn fyrir hálfleik og munaði aðeins einu marki á liðunum í hálfleik 14-13. Dinamo öðlaðist mikið sjálfstraust er leið á leikinn og lék enn betur í seinni hálfleik en þeim fyrri. Boltinn gekk betur í sókninni og flestir leikmanna liðsins virtust njóta þess að leika í Schenker höllinni. Á sama tíma varð leikur Hauka mjög þvingaður. Leikmenn reyndu mikið sjálfir og leið allt of langur tími á milli sókna þar sem boltinn gekk vel og kerfin gengu upp. Þrátt fyrir góða innkomu Einars Ólafs Vilmundarsonar í marki Hauka í seinni hálfleik náði Dinamo sex marka forystu þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.Þröstur Þráinsson fer í gegn.vísir/antonHaukar náðu að bíta frá sér síðustu mínútur leiksins. Liðið breytti vörninni og náðu að nýta sér veikleika í sókn Dinamo sem skilaði því að liðið fékk auðveldari mörk með hröðum sóknum og náði að minnka muninn í tvö mörk áður en yfir lauk.Adam Haukur Baumruk lék allan leikinn í vinstri skyttu hjá Haukum og átti mjög góðan leik þó hann hafi eins og flestir aðrir leikmenn liðsins gert sig sekan um að fara illa með dauðafæri. Í rússneska liðinu eru jafnt leiknir leikmenn sem geta leyst flóknar stöður og gamaldags drumbar sem eiga í vandræðum gegn ákveðnum varnarleik. Það þurfa Haukar að nýta sér betur í Rússlandi ætli liðið áfram auk þess sem Haukar verða að nýta færin betur. Það skal samt ekkert tekið af Dinamo. Liðið lék góða vörn sem var föst fyrir og lét finna vel fyrri sér. Liðið er með nokkra góða skotmenn sem þurfa lítið pláss til að láta vaða og þurfa Haukar einnig að loka betur á það í seinni leiknum ætli liðið að komast áfram.Patrekur ræðir við sína menn í dag.vísir/antonPatrekur: Ætla að líta jákvætt á þetta „Þetta var kaflaskipt. Það voru hlutir í leiknum sem ég var ánægður með. Byrjunin var fín en þeir refsuðu okkur,“ sagði Patrekur Jóhannesson þjálfari Hauka. „Við fórum illa með dauðafærin og gerðum okkur seka um sendingafeila en svo kom gott spil inn á milli þar sem við náðum að hreyfa þá. „Þetta var á köflum ágætt og svo voru kaflar á móti sem voru ekki nægjanlega góðir. Svo er það að Adam Haukur þarf að spila í 60 mínútur, verandi eina skyttan vinstra megin og svo Árni Steinn hægra megin. Við erum ekki eins breiðir í þessum stöðum og í fyrra. „Árni og Adam þurfa að fara í gegnum þetta og græða á því en eins og hjá Árna þá virkaði hann pínu þreyttur í lokin,“ sagði Patrekur sem var búinn að skoða rússneska liðið á myndbandi og var liðið eins og hann átti von á. „Liðið var eins og ég var búinn að sjá. Þetta er hefðbundið rússneskt lið. Þeir eru fastir fyrir og spiluðu eins og við bjuggumst við. Mér fannst að við hefðum samt átt að nýta þetta betur. „Ég ætla mér að líta jákvætt á þetta. Tvö mörk er hægt að vinna upp. Þetta hefði getað farið algjörlega í hina áttina. Strákarnir fá hrós fyrir að koma til baka. „Við vitum að til þess að klára svona Evrópuleiki þá þarftu að taka öll dauðafærin og fá markvörslu allan leikinn. Það er sama uppskriftin og venjulega. „Við náðum að gera þetta að leik fyrir seinni leikinn. Það hefði verið hræðilegt að fara með tíu marka tap út. Við verðum að vera tilbúnir. „Við vissum að þeir væru með sterka skotmenn af gólfi og við þurfum að stíga öll skrefin út í þá. Sóknaraðgerðir voru margar mjög góðar. Ég er með unga stráka í mörgum lykilhlutverkum og þetta fer í reynslu bankann,“ sagði PatrekurHeimir Óli með mann í takinu.vísir/antonHeimir Óli: Eigum enn möguleika „Við gerðum okkur erfitt fyrir. Við tókum karakter í lok fyrri hálfleiks og komum okkur aftur inn í þetta en svo erum við ekki með einhvern vegin en sínum svo karakter í lokin aftur og komum okkur aftur inn í einvígið,“ sagði Heimir Óli Heimisson línumaður Hauka. „Ég lít þetta sem fyrri hálfleik og við eigum enn möguleika á að ná góðum úrslitum út úr þessu einvígi. Ég er bjartsýnn á ferðalagið til Rússlands „Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að vera inni í einvíginu og ég tel að við höfum gert það en við getum sjálfum okkur um kennt. „Ég fer með þrjú dauðafæri og ég held að allir hafi farið með einhver dauðafæri í þessum leik. Við eigum að líta í eigin barm. Ef við nýtum þetta úti þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við getum unnið þetta lið,“ sagði Heimir Óli sem vildi ekki afsaka sig með því að tímabilið er rétt að hefjast. „Það er léleg afsökun. Við eigum bara að gera betur. Við erum búnir að æfa þetta en hann var seigur í markinu. Við tökum ekkert af honum. Við áttum samt að gera betur. Við gerum kröfu á okkur og viljum vera bestir. „Við eigum eftir að fara yfir upptöku af leiknum og fara yfir hvernig við getum gert þetta ennþá betur. Við verðum að vera bjartsýnir fyrir þetta og hafa trú á verkefninu. „Við vorum búnir að fara vel yfir þá og það kom okkur ekkert á óvart í þeirra leik. Við getum samt spilað betur. Þetta er fyrsti leikurinn sem við töpum og það er leiðinleg tilfinning og ég vil ekki kynnast henni mikið betur,“ sagði Heimir Óli.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Fleiri fréttir Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Sjá meira