Stærsta jarðsig síðan mælingar hófust Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2014 12:42 Vísir/GVA Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn. Bárðarbunga Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Allt að fimmtán metra lækkun hefur orðið í miðju öskjunnar í Bárðarbungu. Rúmmálsbreytingin nemur um 0,25 rúmkílómetra og er lögun dældarinnar í samræmi við að botn öskjunnar hafi sigið sem þessu nemur.Click here for an English version. Aldrei áður hefur sig af þessari stærðargráðu orðið á Íslandi síðan mælingar á jarðskorpuhreyfingum hófust um miðja síðustu öld. Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun. Þá segir í tilkynningu frá Almannavörnum að rúmmál sigsvæðisins sé verulegur hluti af áætluðu heildarrúmmáli kvikugangsins. Sennilegasta skýring sigsins er talin vera jarðskjálftavirkni undanfarið og kvikustreymi neðanjarðar til norðausturs. Í eftirlitsflugi í gær fannst einnig breið og grunn sigdæld í Dyngjujökli um tíu kílómetra frá jökuljaðri. Önnur dæld sem er um sex kílómetra frá sporði Dyngjujökuls hefur farið dýpkandi og mælist nú 35 kílómetra djúp. Líklegt þykir að þessar dældir séu merki um stutt gos sem hafi orðið undir jöklinum.Ekkert lát á gosinu Þá hefur ekkert dregið úr gosinu í Holuhrauni, þar sem nú er virkni á tveimur sprungum. Hrauntungan nær nú tíu kílómetra til ANA og á tæpan kílómeter eftir í Jökulsá á Fjöllum. Aftur á móti hefur dregið úr jarðskjálftavirkni á svæðinu síðan í gær. Frá miðnætti hafa um 90 skjálftar mælst og einn þeirra fimm að stærð mældist við Bárðarbungu klukkan 5:40 í morgun. Frá 16. ágúst hafa fjórtán skjálftar verið stærri en 5 við Bárðarbungu.Fjórir möguleikar líklegastir Vísindamannaráð Almannavarna telur fjóra möguleika líklegasta í framvindu jarðhræringanna. - Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og kvika brjótist ekki til yfirborðs á fleiri stöðum. - Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. - Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli aftur og leiði jafnvel til umtalsverðs eldgoss. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. - Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.
Bárðarbunga Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira