Aron Einar: Við ætlum okkur á stórmót Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. september 2014 12:54 Aron Einar Gunnarsson ásamt landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck í Laugardalnum í hádeginu. vísir/anton Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Ísland hefur leik í undankeppni EM 2016 í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á þriðjudagskvöldið. Ísland er í erfiðum riðli með Tékkum, Hollendingum, Lettum, Kasakstan og Tyrkjum, en fyrstu mótherjarnir eru þeir síðastnefndu. „Við erum búnir að undirbúa okkur vel. Við erum búnir að fara vel yfir þá og varnarleikinn og sóknarleikinn hjá okkur. Við höfum haft tíma í undirbúning sem er bara flott,“ sagði Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði á blaðamannafundi í Laugardalnum í dag. Ísland byrjaði síðustu undankeppni vel með sigri gegn Noregi á heimavelli, en liðið endaði svo á því að komast í umspil gegn Króatíu. Stefnan er að fara jafnvel af stað. „Það er mikilvægt að byrja vel og eins og við gerðum í síðustu undankeppni á móti Noregi hérna heima. Við fengum alla með okkur í þetta á þeim tímapunkti. Þetta var upp á eftir það,“ sagði Aron Einar, en sorgin var mikil eftir tapið í Zagreb. Það er þó gleymt og grafið. „Þó við höfum verið ótrúlega nálægt þessu þá erum við löngu búnir að ýta þessu á bakvið okkur og erum bara staðráðnir í að gera vel núna. Við ætlum að halda áfram að bæta okkur sem landsliðið.“ Fyrirliðinn segir það mikilvægt að ná góðum úrslitum til að halda stuðningsmönnum Íslands við efnið, en stuðningurinn við liðið undir lok síðustu undankeppni var engum líkur. „Auðvitað er mikilvægt að fá alla með okkur í þetta. Ef úrslitin fylgja góðri frammistöðu vilja allir vera hluti af þessu. Það er það sem við viljum. Við viljum fá alla með okkur, það gaf sig vel í síðustu undankeppni. Við viljum ná úrslitum til að halda áhuga fólksins,“ sagði Aron Einar. Þrátt fyrir erfiðan riðil er miðjumaðurinn fúlskeggjaði hvergi banginn. Markmið íslenska liðsins er alveg skýrt. „Þetta eru virkilega sterk lið og riðilinn verður erfiður. En maður kemst ekki á EM auðveldlega, sérstaklega ekki Ísland. Við höfum sett okkur það markmið að komast á stórmót. Það er bara einfalt. Hvort sem það gerist eða ekki verður að koma í ljós en eina sem við ætlum okkur að gera er að bæta okkur og komast á stórmót,“ sagði Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35 Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn United nálgast efri hlutann Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Kolbeinn og Aron Einar klárir í slaginn gegn Tyrkjum Framherjinn og fyrirliðinn glímt við meiðsli en verða með á móti Tyrklandi á þriðjudaginn. 5. september 2014 12:35