Körfubolti

Spánverjar fóru taplausir í gegnum riðlakeppnina

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Marc Gasol og Jose Calderon verjast hér Milos Teodosic.
Marc Gasol og Jose Calderon verjast hér Milos Teodosic. Vísir/AFP
Spænska landsliðið í körfuknattleik fór taplaust í gegnum riðlakeppni Heimsmeistaramótsins sem fer fram á Spáni þessa dagana eftir 89-73 sigur á Serbíu í kvöld.

Spánverjar tóku 54-35 forskot inn í hálfleik og var sigurinn í kvöld aldrei í hættu. Líkt og oft áður var það maður að nafni Gasol sem fór fyrir spænska liðinu en Gasol-bræðurnir hafa spilað gríðarlega vel á mótinu. Pau Gasol var atkvæðamestur í spænska liðinu með 20 stig.

Riðlakeppninni er lokið en 16-liða úrslitin hefjast á laugardaginn. Verður afar spennandi að fylgjast með einvígi Króatíu og Frakklands og nágrannaslag Brasilíu og Argentínu en leiki 16-liða úrslitanna má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit dagsins:

Úkraína 71-95 Bandaríkin

Serbía 73-89 Spánn

Íran 76-81 Frakkland

Brasilía 128 - 65 Egyptaland

Ástralía 83-91 Angóla

Senegal 79-81 Filippseyjar

Finnland 65-67 Nýja Sjáland

Suður Kórea 71-87 Mexíkó

Króatía 103-82 Púertó Ríkó

Litháen 67-64 Slóvenía

Tyrkland 77-64 Dóminíska Lýðveldið

Argentína 71-79 Grikkland

Liðin sem mætast í 16-liða úrslitum eru:

Króatía - Frakkland

Spánn - Senegal

Slóvenía - Dóminíska Lýðveldið

Bandaríkin - Mexíkó

Grikkland - Serbía

Brasilía - Argentína

Litháen - Nýja Sjáland

Tyrkland - Ástralía


Tengdar fréttir

Enn einn öruggur sigur Bandaríkjamanna

Bandaríska landsliðið í körfuknattleik fór taplaust í gegnum riðlakeppnina á Heimsmeistaramótinu í körfuknattleik eftir 24 stiga sigur á Úkraínu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×