Gunnar: Menn geta rifið kjaft eins og þeir vilja Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. september 2014 11:30 Gunnar Nelson í Stokkhólmi. vísir/getty Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson. MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Gunnar Nelson berst í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night í Stokkhólmi 4. október, en hann er við æfingar í Dyflinni á Írlandi þessa dagana í æfingasal þjálfara síns, JohnKavanagh.Myndband af viðtalinu má sjá neðst í fréttinni. Hann veitti bardagasíðunni Severe MMA viðtal í búrinu í SBG-æfingasalnum og var fyrst spurður út í hvort hann hefði virkilega sýnt smá tilfinningar eftir sigurinn á ZakCummings í Dyflinni í júlí, en Gunnar er ekki þekktur fyrir að vera mjög æstur maður. „Já, það gæti vel verið, ég veit það ekki alveg samt. Eina sem ég veit, er að fólkið í salnum var alveg magnað. Þetta var eitthvað sem ég hef ekki fundið fyrir áður. Kannski missti ég mig aðeins,“ segir Gunnar. Gunnar hefur verið öflugur á Twitter undanfarna mánuði og notað þann samfélagsmiðil mun meira. Hann viðurkennir að faðir hans, Haraldur Nelson, kemur að Twitter-síðunni, en sjálfur er hann byrjaður á öðrum samfélagsmiðli. „Pabbi hjálpar mér á Twitter, en ég var að byrja á Instagram og sé um það sjálfur. Ég hef meira gaman að Instagram. Það eru bara myndir og smá texti,“ segir hann, en Gunnar ætlaði að taka sér smá frí áður en boðið um bardagann í Stokkhólmi barst. „Ég ætlaði að taka mér frí en þá bauðst mér þetta tækifæri og ég stökk á það. Ég, kærastan og fjölskyldan vorum sammála um að ég myndi berjast núna og fá svo smá frí fram á næsta ár.“vísir/gettyÞað er ekki óalgengt fyrir bardaga í UFC að menn keppist við að hrauna yfir hvorn annan í viðtölum, en Gunnar hefur aldrei stundað það. Hann var spurður hvort ekki mætti búast við að menn færu að senda honum tóninn til að reyna að koma honum meira úr jafnvægi. „Það gæti vel verið. Það hefur alveg verið í gangi í fortíðinni. Það hefur samt engin áhrif á mig. Menn geta sagt það sem þeir vilja, en þegar allt kemur til alls er þetta bara kjaftæði. Menn verða alltaf að stíga inn í búrið og gera það sem þeir þurfa að gera,“ segir Gunnar sem er farin að láta sig dreyma um UFC-bardagakvöld á Íslandi. „Ef UFC kemur til Íslands verð ég stór hluti af því. Það er engin spurning. Eins og staðan er þá eigum við enga staði til að berjast á í UFC, en ég ætla að fara að skoða þetta betur.“ „Eins og ég sé þetta þá er Ísland staður þar sem Bandaríkin getur mætt Evrópu. Þetta er mitt á milli. Þetta er styttra flug fyrir báða aðila,“ segir Gunnar Nelson.
MMA Tengdar fréttir Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30 Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45 Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sjá meira
Gunnar Nelson: Samband mitt við Conor McGregor bara líkamlegt Bardagakappinn sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Stokkhólmi þar sem hann verður aðalstjarnan í byrjun október. 21. ágúst 2014 23:30
Rick Story: Vissi að Gunnar yrði stjarna frá því ég sá hann fyrst Gunnar Nelson og mótherji hans í viðtali í vinsælum MMA-hlaðvarpsþætti í Bandaríkjunum. 28. ágúst 2014 14:45
Gunnar Nelson tók ísfötuáskorun Gylfa Sigurðssonar Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta skoraði á UFC bardagamanninn Gunnar Nelson að láta hella yfir sig fullri fötu af ísvatni og styrkja um leið rannsóknir á MND. 24. ágúst 2014 09:00