Hætta á gosi undir jökli minnkar ekki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. september 2014 12:40 Frá gosstöðvunum í nótt. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju. Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Hætta á að gos brjóti sér leið suður frá gossprungunni og upp undir Dyngjujökul minnkar ekki í ljósi gagna frá GPS mælingum. Þeirri atburðarás fylgir bráð flóðahætta á flæðum framan við Dyngjujökul. Í ljósi þess verður farið yfir hættumat fyrir vísindamenn sem starfa á svæðinu. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í morgun. Ráðið hefur fundað daglega undanfarnar tvær vikur vegna jarðhræringanna í norðanverðum Vatnajökli og fyrir norðan hann. GPS mælingar sýna að berggangurinn hefur stækkað frá því að gosið hófst sem er talið benda til þess að meiri kvika hafi farið inn í ganginn en komi upp úr honum. Þá hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum í kringum bergganginn. Ratsjármyndir sýna allt að eins kílómetra breiðan sigdal sem myndast hefur framan og undir Dyngjujökli. Greina má merki sigs tæpa tvo kílómetra inn undir jökul en þykkt jökulsins dregur úr sýnilegum ummerkjum. Vísindamenn telja að sigið nái líklega enn lengra undir jökulinn. Fjórir möguleikar eru taldir líklegastir um framvindu mála: -Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist, jafnvel á nýrri sprungu. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/eða sprengivirkni. -Gangurinn nái til yfirborðs og annað eldgos hefjist en verulegur hluti eða öll sprungan verði undir Dyngjujökli. Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. -Gos í Bárðarbungu. Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir: Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er appelsínugulur fyrir Bárðarbungu og gulur fyrir Öskju.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01 5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42 Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Skjálfti upp á 4,9 við Bárðarbungu Skjálfti upp á 4,9 stig mældist við norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar rétt fyrir klukkan 23 í kvöld. 3. september 2014 00:01
5,5 stiga skjálfti í nótt Það er einn öflugasti skjálfti sem riðið hefur yfir á svæðinu frá því hrinan hófst. 3. september 2014 08:42
Hálendinu norðan Dyngjufjalla lokað Ástæða lokunarinnar er mögulegt flóð í Jökulsá á Fjöllum komi til goss undir jökli. 3. september 2014 10:18