Fer fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um veru Íslands í NATO Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2014 09:13 Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan. Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hyggst flytja þingmál um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu, NATO, þegar Alþingi kemur saman í haust. Þetta kom fram í máli hans Í bítinu á Bylgjunni í morgun. „Ég hef fært rök fyrir því á undanförnum árum að NATO er ekki félagsskapur sem hentar okkur Íslendingum. Það var gerð ákveðin breyting á eðli bandalagsins, liggur mér við að segja, á tíunda áratugnum og upp úr aldamótunum þegar var horfið frá þeirri grunnhugsun sem er í sáttmála NATO að árás á eitt ríki jafngildir árás á önnur ríki og farið yfir í þær áherslur að segja; „Ógn við eitt ríki er ógn við önnur ríki“ og hvaða ríkjum er líklegast að verða ógnað? Það eru þau ríki sem eru árásargjörn,“ segir Ögmundur og nefnir Bretland og Bandaríkin máli sínu til stuðnings. „Íslendingar eiga ekki að stilla sér upp í þessu samhengi,“ bætti hann við og sagði að sér hafi þótt yfirlýsingar núverandi ríkistjórnar í utanríkismálum, til að mynda í málefnum Úkraínu vera mjög varasamar.Brynjar Níelsson, sem einnig var gestur þáttarins, tók ekki í sama streng og kollegi sinn Ögmundur og sagði fjárframlag Íslands til sambandsins, um 700 til 900 milljónir króna á ári, lítill peningur fyrir varnir landsins. „Fyrir varnir landsins? En ef þetta er varasamur félagsskapur og ver okkur ekki heldur skapar okkur hættu?“ spurði Ögmundur þá og bætti við: „Ég held að það eigi að láta reyna á þetta í þinginu. Ég ætla að flytja þingmál um að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um NATO og veru okkar í NATO, hversu skynsamlegt það er og hvort það er ekki kominn tími til að reyna að hafa sig upp úr þessu gamla hjólfari tuttugustu aldarinnar“. Hann segir að Íslendingar eigi þó ekki að vera hlutlausir á alþjóðvettvangi. Þeir eigi að mynda sér stefnu á eigin forsendum. Ögmundur segist heldur vilja setja peningana, sem nú renna til NATO, til Sameinuðu þjóðanna í þær margvíslegu hjálparstofnanir og rannsóknir sem þar fara fram. Spjall þeirra Ögmundur og Brynjars má heyra í heild sinni hér að ofan.
Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira