Leiðir skilja hjá Scott og Williams Jón Júlíus Karlsson skrifar 17. september 2014 21:15 Steve Williams var eitt sinn tekjuhæsti íþróttamaður Nýja-Sjálands. Hann er hættur störfum hjá Adam Scott. Vísir/Getty Images Ástralski kylfingurinn Adam Scott staðfesti í dag að samstarfi hans við kylfusveininn Steve Williams frá Nýja-Sjálandi væri lokið. Á þeim þremur árum sem þeir hafa starfað saman hefur Scott unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og einnig Masters mótið á síðasta ári. Scott náði einnig efsta sætinu á heimslistanum. Williams var á pokanum hjá Tiger Woods um langt skeið og saman unnu þeir þrettán risamót. Helsta ástæðan fyrir því að leiðir skilja hjá þessum köppum er sú að Williams vill draga úr verkefnum og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Steve hefur verið stór hluti af mínu liði á tímabili þar sem ég hef náð mörgum af mínum helstu markmiðum,“ segir Scott í tilkynningu og þakkar Williams kærlega fyrir samstarfið. „Að hafa verið á pokanum hjá fyrsta Ástralanum til að sigra á Masters er stór stund á ferlinum. Ef rétta tækifærið kemur þá mun ég íhuga að vinna sem kylfusveinn í hlutastarfi í framtíðinni,“ sagði Williams. Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ástralski kylfingurinn Adam Scott staðfesti í dag að samstarfi hans við kylfusveininn Steve Williams frá Nýja-Sjálandi væri lokið. Á þeim þremur árum sem þeir hafa starfað saman hefur Scott unnið þrjú mót á PGA-mótaröðinni og einnig Masters mótið á síðasta ári. Scott náði einnig efsta sætinu á heimslistanum. Williams var á pokanum hjá Tiger Woods um langt skeið og saman unnu þeir þrettán risamót. Helsta ástæðan fyrir því að leiðir skilja hjá þessum köppum er sú að Williams vill draga úr verkefnum og eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Steve hefur verið stór hluti af mínu liði á tímabili þar sem ég hef náð mörgum af mínum helstu markmiðum,“ segir Scott í tilkynningu og þakkar Williams kærlega fyrir samstarfið. „Að hafa verið á pokanum hjá fyrsta Ástralanum til að sigra á Masters er stór stund á ferlinum. Ef rétta tækifærið kemur þá mun ég íhuga að vinna sem kylfusveinn í hlutastarfi í framtíðinni,“ sagði Williams.
Golf Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira