Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2014 12:15 vísir/egill aðalsteinsson Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson. Bárðarbunga Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Tugir þúsunda tonna af eitruðu gasi streyma á hverjum degi úr eldstöðvunum í Holuhrauni. Styrkur brennisteinsdíoxíðs sló öll met í Reyðarfirði í gærkvöldi. Ekkert lát er á eldgosinu. Unnið er að því að fjölga mælum víða um land til að fylgjast með eiturgufunum. Vísindaráð Almannavarna vegna eldgossins í Holuhrauni kom saman til fundar í morgun þar sem vísindamenn leggja til að stofnað verði sérstakt teymi vísindamanna til að fylgjast sérstaklega með loftslagsmálum vegna gossins. Þorsteinn Jóhannsson sérfræðingur í loftgæðum hjá Umhverfisstofnun segir að fylgjast verði vel með þeim eiturgufum sem koma frá gosinu, en styrkur brennisteinsdíoxíðs hefur aldrei mælst eins mikill frá því eldgosið hófust og í Reyðarfirði í gær, þegar styrkurinn fór yfir 4000 míkrógrömm á rúmmetra. „Fólk finnur áhrifin nánast um leið. Fólk finnur sviða og óþægindi í hálsinum nánast samstundis,“ segir Þorsteinn. En á vef Umhverfisstofunar má finna viðmiðunartöflu um styrkleika brennisteinsdíoxíðs og áhrif hans á fólk.Höfum við ekki verið að upplifa eiturgufur með þessum hætti frá eldgosum á undanförnum áratugum? „Nei, ekkert í líkingu við þetta. Það eru náttúrlega alltaf einhverjar gufur. Það var eitt dauðsfall í Vestmannaeyjum (1973). Það var út af gufum sem valda köfnun, þ.e.a.s. koldíoxíð og kolmonasíðs í miklu magni. En svona mikið brennisteinsdíoxíð sem leggst svona höfum við ekki séð lengi,“ segir Þorsteinn. Það hafi verið meiri losun brennisteinsdíoxíðs í grímsvatnagosinu en þá hafi mökkurinn farið mjög hátt. Nú læðist eiturgasið með landinu eftir vindátt austur á firði. Styrkleikinn fyrir austan hefur þó ekki náð lífshættulegum mörkum, en það eru nokkrir tugir þúsunda míkrógramma á rúmmetra.Þannig að það er mjög nauðsynlegt að fylgjast vel með þessu?„Já, mjög mikilvægt að fylgjast vel með og besta ráðið er að fylgjast með með mælingum, byggja líka á sjónmati. Ef þú sérð skýið koma, eins og sjónarvottar hafa sagt, að halda sig innandyra og loka öllum gluggum og hurðum og kynda í húsinu. Þegar þú kyndir ertu að hækka hitastigið á inniloftinu og það fer bara út og myndar þá yfirþrýsting í húsinu,“ segir Þorsteinn.Þannig að það hrindir eiturgufunum frá sér? „Já, þá reynir loftið sem er í húsinu að komast út og á meðan komast eiturgufurnar ekki inn,“ bætir hann við. Hvert eiturgufurnar fara ræðst af vindátt hverju sinni og frá því eldgosið í Holuhrauni hófst hefur vindátt verið suðaustlæg sem að sjálfsöðgu mun breytast. Því er nauðsynlegt að mati vísindamanna að fylgjast með í öðrum landshlutum. „Við erum að setja upp mæli á Akureyri. Hann verður væntanlega kominn upp á miðvikudag og við ætlum að setja upp mæli einhvers staðar á Suðurlandi líka. Svo er vel mælt hér í kringum höfuðborgarsvæðið. Það væri æskilegt að hafa fleiri mæla . Við erum að reyna að vinna í því að fá fleiri mæla,“ segir Þorsteinn Jóhannsson.
Bárðarbunga Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira