Körfubolti

Frábær endurkoma Frakka dugði ekki til

Serbar fagna í kvöld.
Serbar fagna í kvöld. vísir/afp
Það verða Serbar sem mæta Bandaríkjumönnum í úrslitum á HM í körfubolta. Serbar lögðu Frakka, 90-85, í stórkostlegum körfuboltaleik í kvöld.

Serbar léku hreint út sagt magnaðan körfubolta frá fyrstu mínútu og voru með yfirburðastöðu í leikhléi, 46-32.

Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Frakkarnir hrukku í gírinn. Þeir áttu frábæran sprett í upphafi leikhlutans og náðu þá að minnka muninn í fjögur stig, 65-61. Serbarnir stóðust áhlaupið en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir náðu Frakkar aftur að minnka muninn í fjögur stig, 78-74.

Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Frakkarnir önduðu ofan í hálsmálið á Serbum. Serbarnir brotnuðu þó aldrei og fögnuðu innilega í leikslok.

Nicolas Batum var stigahæstur hjá Frökkum í leiknum með 35 stig en Milos Teodosic skoraði 24 stig fyrir Serba.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag.

Það verða Serbar sem mæta Bandaríkjumönnum í úrslitum

á HM í körfubolta. Serbar lögðu Frakka, 90-85, í stórkostlegum körfuboltaleik í kvöld.

Serbar léku hreint út sagt magnaðan körfubolta frá fyrstu mínútu og voru með yfirburðastöðu í leikhléi, 46-32.

Það var ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Frakkarnir

hrukku í gírinn. Þeir áttu frábæran sprett í upphafi

leikhlutans og náðu þá að minnka muninn í fjögur stig,

65-61. Serbarnir stóðust áhlaupið en þegar tæpar tvær mínútur voru eftir náðu Frakkar aftur að minnka muninn í fjögur stig, 78-74.

Lokakaflinn var æsispennandi þar sem Frakkarnir önduðu ofan í hálsmálið á Serbum. Serbarnir brotnuðu þó aldrei og fögnuðu innilega í leikslok.

Nicolas Batum var stigahæstur hjá Frökkum í leiknum

með 35 stig en Milos Teodosic skoraði 24 stig fyrir

Serba.

Úrslitaleikurinn fer fram á sunnudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×