Í dag var Sigmundur Davíð dómsmálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2014 19:31 Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því á Alþingi í dag að fá ekki tækifæri til að eiga orðastað við forsætisráðherra um fjárlög næsta árs. En forsætisráðherra tjáði sig eingöngu um fjárlagaliði sem tengjast dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu umræðu um fjárlög var framhaldið á Alþingi í dag með því að fagráðherrar fóru yfir sína málaflokka og svöruðu fyrirspurnum þingmanna. Segja má að þingmenn hafi deilt um keisarans skegg hér á Alþingi í dag, því þegar kom að forsætisráðherra að svara vildi hann eingöngu svara fyrir málefni dómsmálaráðuneytisins og um það spunnust miklar umræður. Formaður Samfylkingarinnar spurði út í lækkuð framlög til Sérstaks saksóknara og svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn en ekki fyrir atriði sem ekki vörðuðu dómsmálaráðuneytið í fyrirspurninni. „Og áður en lengra er haldið í því að spyrja Sigmund Davíð Gunnlaugsson út úr vil ég bara árétta það hvort það sé ekki rétt skilið að samkvæmt dagskrá þingsins að hér sé til andsvara forsætis- og dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en ekki bara dómsmálaráðherrahlutinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi fá svö frá forsætisráðherra varðandi húsfriðunarmál og græna hagkerfið sem heyra undir forsætisráðuneytið. „Hvað nákvæmlega mun renna til verndar og menningartengdra byggða, hvað nákvæmlega í græna hagkerfið og hvort að húsafriðunarsjóður verður á einhvern hátt innlimaður í þetta nýja fyrirkomulag,“ endaði Katrín fyrirspurn sína til forsætisráðherra. Steig þá dómsmálaráðherra í pontu og sagði: „Virðulegur forseti. Eins og ég kom aðeins inn á áðan þá er það ekki í samræmi við þingsköp að ræða allt önnur mál en þau sem eru á dagskrá hverju sinni hér í þinginu. Og forseta ber reyndar að minna þingmenn á það þegar þeir fara óeðlilega mikið út fyrir efnið. Húsafriðun og græna hagkerfið heyra ekki undir dómsmálahluta innanríkisráðuneytisins og eru því ekki til umræðu í þessum lið," sagði Sigmundur Davíð. Þessu mótmæltu þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna sem vildu ræða málefni forsætisráðuneytisins við Sigmund Davíð en hann vék sér áfram undan því að svara. Kristján L. Möller sem á þessari stundu var í forsetastóli sagði að þótt í dagskrá stæði að forsætis- og dómsmálaráðherra væru til svara væru málefni dómsmála eingöngu til umræðu að þessu sinni. „Virðurlegur forseti, mér finnst það alvarlegt mál fyrir þingið að einn fagráðherra, ráðherra menningararfsins, neiti að svara fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín og bærri við: „Mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd taki það til umræðu því þetta auðvitað hleypir upp þeirri spurningu hvort hægt sé að færa hér málaflokka undir eitt ráðuneyti ef menn vilja ekki ræða það? Þá er nú borninn dottinn úr þessari umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu því á Alþingi í dag að fá ekki tækifæri til að eiga orðastað við forsætisráðherra um fjárlög næsta árs. En forsætisráðherra tjáði sig eingöngu um fjárlagaliði sem tengjast dómsmálaráðuneytinu. Fyrstu umræðu um fjárlög var framhaldið á Alþingi í dag með því að fagráðherrar fóru yfir sína málaflokka og svöruðu fyrirspurnum þingmanna. Segja má að þingmenn hafi deilt um keisarans skegg hér á Alþingi í dag, því þegar kom að forsætisráðherra að svara vildi hann eingöngu svara fyrir málefni dómsmálaráðuneytisins og um það spunnust miklar umræður. Formaður Samfylkingarinnar spurði út í lækkuð framlög til Sérstaks saksóknara og svaraði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þeirri fyrirspurn en ekki fyrir atriði sem ekki vörðuðu dómsmálaráðuneytið í fyrirspurninni. „Og áður en lengra er haldið í því að spyrja Sigmund Davíð Gunnlaugsson út úr vil ég bara árétta það hvort það sé ekki rétt skilið að samkvæmt dagskrá þingsins að hér sé til andsvara forsætis- og dómsmálaráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en ekki bara dómsmálaráðherrahlutinn af Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni,“ spurði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi fá svö frá forsætisráðherra varðandi húsfriðunarmál og græna hagkerfið sem heyra undir forsætisráðuneytið. „Hvað nákvæmlega mun renna til verndar og menningartengdra byggða, hvað nákvæmlega í græna hagkerfið og hvort að húsafriðunarsjóður verður á einhvern hátt innlimaður í þetta nýja fyrirkomulag,“ endaði Katrín fyrirspurn sína til forsætisráðherra. Steig þá dómsmálaráðherra í pontu og sagði: „Virðulegur forseti. Eins og ég kom aðeins inn á áðan þá er það ekki í samræmi við þingsköp að ræða allt önnur mál en þau sem eru á dagskrá hverju sinni hér í þinginu. Og forseta ber reyndar að minna þingmenn á það þegar þeir fara óeðlilega mikið út fyrir efnið. Húsafriðun og græna hagkerfið heyra ekki undir dómsmálahluta innanríkisráðuneytisins og eru því ekki til umræðu í þessum lið," sagði Sigmundur Davíð. Þessu mótmæltu þingmenn allra stjórnarandstöðuflokkanna sem vildu ræða málefni forsætisráðuneytisins við Sigmund Davíð en hann vék sér áfram undan því að svara. Kristján L. Möller sem á þessari stundu var í forsetastóli sagði að þótt í dagskrá stæði að forsætis- og dómsmálaráðherra væru til svara væru málefni dómsmála eingöngu til umræðu að þessu sinni. „Virðurlegur forseti, mér finnst það alvarlegt mál fyrir þingið að einn fagráðherra, ráðherra menningararfsins, neiti að svara fyrirspurnum þingmanna,“ sagði Katrín og bærri við: „Mér finnst eðlilegt að forsætisnefnd taki það til umræðu því þetta auðvitað hleypir upp þeirri spurningu hvort hægt sé að færa hér málaflokka undir eitt ráðuneyti ef menn vilja ekki ræða það? Þá er nú borninn dottinn úr þessari umræðu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira