Ekkert lát er á skjálftavirkni í Bárðarbungu.Vísir/Egill Aðalsteinsson
Um klukkan hálftíu í morgun varð skjálfti í Bárðarbungu upp á 4,7. Mikil skjálftavirkni er á svæðinu en fáir þeirra skjálfta sem hafa mælst seinasta sólarhringinn hafa verið yfir 3 að stærð. Sá stærsti varð um áttaleytið í gærkvöldi og mældist 5,2.