Körfubolti

Jón Arnór semur við sitt tíunda atvinnumannafélag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jón Arnór Stefánsson er fæddur árið 1982.
Jón Arnór Stefánsson er fæddur árið 1982. Vísir/Daníel
Landsliðsmaðurinn Jón Arnór Stefánsson hefur samið við spænska úrvalsdeildarliðið Unicaja Malaga til eins árs. Þetta staðfestir Jón Arnór í samtali við Karfan.is.

„Þetta er vissulega léttir og gott að vera búin að semja. Ég flýg á morgun til Malaga og fer í læknisskoðun og skrifa svo undir samning,“ segir Jón Arnór í samtali við Körfuna. Besti körfuknattleiksmaður þjóðarinnar hefur verið við æfingar hjá NBA-liðinu Dallas Mavericks undanfarnar vikur.

Malaga hafnaði í fjórða sæti í deildinni í fyrra en liðið hefur verið á meðal sterkari liða í spænsku ACB-deildinni.

Jón Arnór, sem er uppalinn KR-ingur, hefur spilað úti um alla Evrópu á ferli sínum. Fyrst með TBB Trier í Þýskalandi áður en hann var á mála hjá Dallas Mavericks án þess þó að spila fyrir liðið. Síðan hafa Dynamo Saint Petersburg í Rússlandi, Carpisa Napólí á Ítalíu, Pamesa Valencia á Spáni, Lottomatica Roma á Ítalíu, Benetton Treviso á Ítalíu og CB Granada á Spáni notið krafta hans. Síðustu þrjú árin hefur hann verið á mála hjá CAI Zaragoza á Spáni.

Jón Arnór fór mikinn með íslenska landsliðinu á dögunum sem tryggði sér þátttökurétt á EM landsliða næsta sumar eftir tvo sigra á Bretum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×