Evrópumenn komu sterkir til baka eftir hádegi 26. september 2014 17:45 Stenson og Rose léku gott golf i dag. AP/Getty Að loknum fyrsta keppnisdegi í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles í Skotlandi leiðir Evrópuliðið með fimm stigum gegn þremur hjá því bandaríska. Eftir fjórboltann í morgun leiddu Bandaríkjamenn með einu stigi en eftir hádegi í fjórmenningnum spýttu evrópsku kylfingarnir í lófana og tóku þrjú og hálft stig af fjórum mögulegum. Frammistöðu dagsins áttu þeir Henrik Stenson og Justin Rose fyrir Evrópuliðið en þeir sigruðu báða leikina sína saman nokkuð örugglega, fyrst gegn Webb Simpson og Bubba Watson en eftir hádegi lögðu þeir Zach Johnson og Hunter Mahan að velli.Rory McIlroy og Sergio Garcia eru tvær skærustu stjörnur evrópska liðsins og þeir léku saman í dag. Þeim tókst aðeins að næla í hálft stig fyrir Evrópu en það gerðu þeir með því að fá þrjá fugla á síðustu þremur holunum í seinni leik dagsins gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler. Það má segja að nýliðarnir í Ryder-bikarnum hafi átt frábæran dag en Patrick Reed og Jordan Spieth léku mjög gott golf í morgun þegar þeir sigruðu Ian Poulter og Stephen Gallacher. Þá sigraði Jamie Donaldsson sinn fyrsta leik í Rydernum en hann og Lee Westwood léku við hvern sinn fingur gegn reynsluboltunum Matt Kuchar og Jim Furyk. Annar nýliði sem lék vel í dag var Frakkinn Victor Dubuisson en hann lék fjórmenning seinni partinn með Graeme McDowell. Þeir lögðu Phil Mickelson og Keegan Bradley að velli en McDowell hrósaði spilafélaga sínum í hástert eftir hringinn. Mikil stemning var á Gleneagles í dag og voru bæði lið vel hvött áfram af áhorfendum, þótt að stuðningurinn við það evrópska hafi verið töluvert meiri. Fyrirliði liðsins, Paul McGinley, var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna á fyrsta degi þegar að fréttamenn náðu tali af honum. „Við vorum aðeins kærulausir í morgun en við vorum stórkostlegir í seinni leikjunum. Við gáfum Bandaríkjamönnunum þau skilaboð að við sættum okkur ekki við að vera undir með því að taka forystuna snemma í öllum leikjunum eftir hádegi og það sló þá aðeins út af laginu. Ég er gríðarlega sáttur við frammistöðuna í dag en við skulum muna að þetta er aðeins fyrsti dagur af þremur, það er mikið golf óleikið enn.“ Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Að loknum fyrsta keppnisdegi í Ryder-bikarnum sem fram fer á Gleneagles í Skotlandi leiðir Evrópuliðið með fimm stigum gegn þremur hjá því bandaríska. Eftir fjórboltann í morgun leiddu Bandaríkjamenn með einu stigi en eftir hádegi í fjórmenningnum spýttu evrópsku kylfingarnir í lófana og tóku þrjú og hálft stig af fjórum mögulegum. Frammistöðu dagsins áttu þeir Henrik Stenson og Justin Rose fyrir Evrópuliðið en þeir sigruðu báða leikina sína saman nokkuð örugglega, fyrst gegn Webb Simpson og Bubba Watson en eftir hádegi lögðu þeir Zach Johnson og Hunter Mahan að velli.Rory McIlroy og Sergio Garcia eru tvær skærustu stjörnur evrópska liðsins og þeir léku saman í dag. Þeim tókst aðeins að næla í hálft stig fyrir Evrópu en það gerðu þeir með því að fá þrjá fugla á síðustu þremur holunum í seinni leik dagsins gegn Jimmy Walker og Rickie Fowler. Það má segja að nýliðarnir í Ryder-bikarnum hafi átt frábæran dag en Patrick Reed og Jordan Spieth léku mjög gott golf í morgun þegar þeir sigruðu Ian Poulter og Stephen Gallacher. Þá sigraði Jamie Donaldsson sinn fyrsta leik í Rydernum en hann og Lee Westwood léku við hvern sinn fingur gegn reynsluboltunum Matt Kuchar og Jim Furyk. Annar nýliði sem lék vel í dag var Frakkinn Victor Dubuisson en hann lék fjórmenning seinni partinn með Graeme McDowell. Þeir lögðu Phil Mickelson og Keegan Bradley að velli en McDowell hrósaði spilafélaga sínum í hástert eftir hringinn. Mikil stemning var á Gleneagles í dag og voru bæði lið vel hvött áfram af áhorfendum, þótt að stuðningurinn við það evrópska hafi verið töluvert meiri. Fyrirliði liðsins, Paul McGinley, var mjög sáttur með frammistöðu sinna manna á fyrsta degi þegar að fréttamenn náðu tali af honum. „Við vorum aðeins kærulausir í morgun en við vorum stórkostlegir í seinni leikjunum. Við gáfum Bandaríkjamönnunum þau skilaboð að við sættum okkur ekki við að vera undir með því að taka forystuna snemma í öllum leikjunum eftir hádegi og það sló þá aðeins út af laginu. Ég er gríðarlega sáttur við frammistöðuna í dag en við skulum muna að þetta er aðeins fyrsti dagur af þremur, það er mikið golf óleikið enn.“
Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira