Valur og Keflavík mætast í úrslitum Lengjubikarsins | Myndir Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. september 2014 22:55 Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Það verða Valur og Keflavík sem mætast í úrslitaleik Lengjubikars kvenna í körfubolta, en undanúrslitaleikirnir fóru fram í Ásgarði í Garðabæ í kvöld. Þar mættust annars vegar Valur og Íslandsmeistarar Snæfells og hins vegar Keflavík og Haukar.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Ásgarði í kvöld og smellti af myndum sem sjá má hér fyrir neðan. Snæfell byrjaði leikinn mun betur og náði mest níu stiga forystu í fyrsta leikhluta. Valskonur náðu þó fljótlega áttum og þær leiddu með þremur stigum, 27-24, eftir fyrsta leikhluta. Valur hélt uppteknum hætti framan af öðrum leikhluta, en liðið náði tvívegis níu stiga forystu. Snæfellskonur vöknuðu þá til lífsins og minnkuðu muninn, en staðan var 42-41, Val í vil, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Jafnt var á flestum tölum í þriðja leikhluta og staðan að honum loknum var jöfn, 64-64. Áfram var jafnræði með liðunum í fjórða leikhluta, en Valskonur sigu fram úr undir lokin og munaði þar miklu um framlag Joannu Harden sem skoraði alls 36 stig í leiknum. Lokatölur voru 84-80, Val í vil. Harden var stigahæst í liði Vals, en Ragna MargrétBrynjarsdóttir kom næst með 16 stig, auk þess sem hún tók níu fráköst.Kristen McCarthy var atkvæðamest í liði Íslandsmeistranna með 34 stig og 13 fráköst. Ellefu af 34 stigum McCarthy komu af vítalínunni, en hún hitti aðeins úr 30% af tveggja stiga skotum sínum í leiknum.Gunnhildur Gunnarsdóttir kom næst með 16 stig. HildurSigurðardóttir gældi við þrefalda tvennu (12-7-8), en líkt og McCarthy var hún í vandræðum með að hitta utan af velli. Haukar leiddu eftir fyrsta leikhluta í seinni leik kvöldsins, 16-17, en Keflavíkurkonur voru öflugari í öðrum leikhluta sem þær unnu með níu stigum. Keflavík leiddi í hálfleik, 44-36. Haukakonur komu ákveðnar til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu níu stigin og náðu forystunni, 44-45. Keflvíkurkonur tóku þó fljótlega við sér og komust átta stigum yfir um miðjan þriðja leikhluta, 55-47. Hafnarfjarðarliðið endaði leikhlutann betur og fyrir lokaleikhlutann var staðan 61-57, Keflavík í vil. Suðurnesjastúlkur tóku völdin í sínar hendur í upphafi fjórða leikhluta og náðu góðu forskoti sem Haukum tókst ekki að brúa. Keflavík vann að lokum með níu stigum, 94-83.Sara Rún Hinriksdóttir átti frábæran leik fyrir Keflavík; skoraði 26 stig, tók átta stig og gaf fimm stoðsendingar. Bríet Sif Hinriksdóttir kom næst með 14 stig.Lele Hardy var einu sinni sem oftar atkvæðamest í liði Hauka með 38 stig, 16 fráköst og fimm stoðsendingar. María Lind Sigurðardóttir skoraði tíu stig og Sylvía Rún Hálfdanardóttir skoraði sjö stig, tók sjö fráköst og varði þrjú skot. Úrslitaleikurinn verður í Ásgarði klukkan 14:00 á laugardaginn.Tölfræðin úr leikjum kvöldsins:Valur-Snæfell 84-80 (27-24, 15-17, 22-23, 20-16)Valur: Joanna Harden 36/5 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 16/9 fráköst, Fanney Lind Guðmundsdóttir 8/6 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7/6 fráköst/11 stoðsendingar, Ragnheiður Benónísdóttir 6/12 fráköst/3 varin skot, Margrét Ósk Einarsdóttir 4, Sóllilja Bjarnadóttir 0, Rannveig María Björnsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Bergdís Sigurðardóttir 0.Snæfell: Kristen Denise McCarthy 34/13 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 16/5 fráköst, Hildur Sigurdardottir 12/7 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Alda Leif Jónsdóttir 5, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 3, María Björnsdóttir 2, Rósa Indriðadóttir 0, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 0, Aníta Rún Sæþórsdóttir 0.Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Aðalsteinn HrafnkelssonKeflavík-Haukar 94-83 (16-17, 28-19, 17-21, 33-26)Keflavík: Sara Rún Hinriksdóttir 26/8 fráköst/5 stoðsendingar, Bríet Sif Hinriksdóttir 14, Ingunn Embla Kristínardóttir 14/5 stoðsendingar, Marín Laufey Davíðsdóttir 12, Sandra Lind Þrastardóttir 9/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 9/5 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 4, Lovísa Falsdóttir 3/5 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 2, Elfa Falsdottir 1, Irena Sól Jónsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0.Haukar: LeLe Hardy 38/16 fráköst/5 stoðsendingar, María Lind Sigurðardóttir 10, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 7/7 fráköst/3 varin skot, Sólrún Inga Gísladóttir 6, Auður Íris Ólafsdóttir 6, Dagbjört Samúelsdóttir 5, Inga Rún Svansdóttir 4, Dýrfinna Arnardóttir 3, Inga Sif Sigfúsdóttir 2, Guðrún Ósk Ámundadóttir 2, Rósa Björk Pétursdóttir 0, Þóra Kristín Jónsdóttir 0.Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Halldor Geir JenssonKristrún Sigurjónsdóttir og Berglind Gunnarsdóttir eigast við í leik Vals og Snæfells.Vísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/ValliVísir/Valli
Dominos-deild kvenna Mest lesið Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Sjá meira
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti