Háskólinn á Akureyri í ósmekklegu túlkunarstríði Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. september 2014 18:22 Ólína Þorvarðardóttir er ekki sátt með málsmeðferð háskólaráðs Háskólans á Akureyri. MYND/VÍSIR Ólína Þorvarðardóttir segir Háskólann á Akureyri hafa hafið „ósmekklegt túlkunarstríð“ um niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Rektor Háskólans á Akureyri hvatti fyrr í dag Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn gæti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagskrárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ sagði í tilkynningu sem Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, sendi fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann sagði niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Ofmælt að stjórnsýslan sé góð „Af yfirlýsingu rektors mætti til dæmis ætla að umboðsmaður hafi í úrskurði sínum lokið upp lofsorði á Háskólann á Akureyri fyrir „góða stjórnsýsluhætti" sem er af og frá“ að mati Ólínu. Hún bætir við að „þó að umboðsmaður telji sig „ekki hafa forsendur" til að átelja ákveðin atriði og skorti upplýsingar sem séu hluti af „sönnunarbyrði" sem eigi frekar heima hjá dómstólum, tel ég mjög ofmælt í yfirlýsingu rektors að stjórnsýsla þessa máls sé góð, þó að hún standist lög,“ segir Ólína. Niðurstaða Ólínu er sú að Háskólinn á Akureyri hafi sýnt slaka stjórnsýslu í umræddu máli. „Skólinn kemst upp með það því svo virðist sem lög hafi ekki verið brotin," segir dr. Ólína Þorvarðardóttir. Hún segist einnig ekki hafa óskað leyndar um títtnefndan úrskurð. Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vill að landsmenn allir fái að lesa álit umboðsmanns á ráðningu í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs. 25. september 2014 16:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir segir Háskólann á Akureyri hafa hafið „ósmekklegt túlkunarstríð“ um niðurstöðu Umboðsmanns Alþingis. Rektor Háskólans á Akureyri hvatti fyrr í dag Umboðsmann Alþingis til þess að birta þann hluta bréfs síns til Ólínu Þorvarðardóttur er varði stjórnsýslu Háskólans á Akureyri. Skólinn gæti ekki lengur setið undir ásökunum og þungum ávirðingum vegna ráðningar í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs háskólans. Sigrún Stefánsdóttir, fyrrum dagskrárstjóri á RÚV, var ráðin í starfið. „Í netumræðum og í hinum ýmsu fjölmiðlum komu fram þungar ávirðingar varðandi ráðningarferlið. Þá máttu æðstu stjórnendur háskólans sitja undir ásökunum um, að stjórnsýslu við skólann væri ábótavant,“ sagði í tilkynningu sem Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, sendi fjölmiðlum í dag fyrir hönd Háskólans á Akureyri. Hann sagði niðurstöðu Umboðsmanns skýra. „Engar athugasemdir eru gerðar við þau vinnubrögð og þá ákvörðun þáverandi rektors, Stefáns B. Sigurðssonar, að ráða Sigrúnu Stefánsdóttur í umrædda stöðu og lýkur Umboðsmaður málinu með ítarlegu bréfi sem stílað er á Ólínu Þorvarðardóttur. Háskólinn á Akureyri fékk sent afrit af því bréfi.“Ofmælt að stjórnsýslan sé góð „Af yfirlýsingu rektors mætti til dæmis ætla að umboðsmaður hafi í úrskurði sínum lokið upp lofsorði á Háskólann á Akureyri fyrir „góða stjórnsýsluhætti" sem er af og frá“ að mati Ólínu. Hún bætir við að „þó að umboðsmaður telji sig „ekki hafa forsendur" til að átelja ákveðin atriði og skorti upplýsingar sem séu hluti af „sönnunarbyrði" sem eigi frekar heima hjá dómstólum, tel ég mjög ofmælt í yfirlýsingu rektors að stjórnsýsla þessa máls sé góð, þó að hún standist lög,“ segir Ólína. Niðurstaða Ólínu er sú að Háskólinn á Akureyri hafi sýnt slaka stjórnsýslu í umræddu máli. „Skólinn kemst upp með það því svo virðist sem lög hafi ekki verið brotin," segir dr. Ólína Þorvarðardóttir. Hún segist einnig ekki hafa óskað leyndar um títtnefndan úrskurð.
Alþingi Tengdar fréttir Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vill að landsmenn allir fái að lesa álit umboðsmanns á ráðningu í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs. 25. september 2014 16:28 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Krefst þess að umboðsmaður birti bréfið til Ólínu Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri, vill að landsmenn allir fái að lesa álit umboðsmanns á ráðningu í stöðu forseta hug- og félagsvísindasviðs. 25. september 2014 16:28