Öskufalli gæti fylgt vatnsskortur Svavar Hávarðsson skrifar 26. september 2014 07:00 Grafík/Garðar-Svavar Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vatnsskortur á Austurlandi er áhyggjuefni Almannavarna komi til eldsumbrota undir Vatnajökli með tilheyrandi öskufalli. Viðbragðsáætlun fyrir fjórðunginn er þegar í vinnslu þar sem þyngst áhersla er lögð á viðbrögð vegna gasmengunar og öskufalls. Þéttriðið mengunarmælanet fyrir landið allt verður sett upp á næstunni.Vatnsból spillast „Reynslan frá Grímsvatnagosinu 2011 er víti til varnaðar. Þá spilltust tugir vatnsbóla í öskufallinu. Í kjölfarið var ráðist í að bora eftir vatni á mörgum bæjum, til að koma vatnsöflun í lokuð kerfi. Menn þurftu að keyra vatn á milli bæja í margar vikur eftir að gosinu lauk vegna þess að vatnsbólin voru ónothæf. Við erum að kortleggja hættuna í samstarfi við heimamenn fyrir austan. Vatn og rafmagn eru hlutir sem mörg okkar taka sem sjálfsögðum hlut, og þegar eitthvað kemur upp á getur það valdið verulegum vanda og þetta er því áhyggjuefni,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.Áætlun í smíðum Viðbragðsáætlun er nú í smíðum fyrir Austurland, og nær til lögregluembættanna á Seyðisfirði og Eskifirði. Fyrsti samráðsfundur sveitarstjórnarfólks og almannavarna verður haldinn á þriðjudag. „Við horfum aðallega á tvennt – öskufall og gasmengun. Gasið hefur forgang þar sem það er vandamál sem er í gangi núna,“ segir Víðir sem útskýrir að vissulega sé mikið spurt um hvort dreifing gasgríma komi til greina, en það hafi verið útilokað eftir mat sóttvarnalæknis vegna mikillar dreifingar mengunarinnar. Almannavarnir horfa mjög til Havaí þar sem gasmengun frá eldgosum er vel þekkt. Eftirlitsstofnanir þar hafa verið í samráði við Almannavarnir hér á landi og hafa fengist gögn og ráðleggingar. Þegar hefur verið birt tafla um viðbrögð vegna gasmengunar sem fengin er þaðan. Fjölgun gasmengunarmæla er eitt þeirra grunnatriða sem samstarfið hefur skilað og að því er nú unnið af kappi.Stórfjölga mengunarmælum „Við erum að fá til landsins nýja mæla. Þeir verða ekki allir beintengdir, en þeir verða vaktaðir allan sólarhringinn og upplýsingar frá þeim verða birtar mjög þétt, þegar ástæða er til. Þetta mælanet verður þéttriðið – 25 mælar sem verða settir upp um allt land og aðrir 15 eru færanlegir og mæta þörfum dag frá degi. Öflun og miðlun þessara upplýsinga er gríðarlega mikilvæg svo hver og einn geti gert ráðstafanir í takt við sínar þarfir,“ segir Víðir og bætir við að öflun og miðlun upplýsinga sé grundvöllur alls almannavarnaviðbúnaðar.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira