UFC 178: Cat Zingano snýr aftur eftir erfiðasta tímabil lífs síns Óskar Örn Árnason skrifar 25. september 2014 15:00 Cat Zingano sigraði Miesha Tate eftir tæknilegt rothögg í fyrra. Vísir/Getty UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
UFC 178 fer fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Fimm frábærir bardagar eru á dagskrá en þar á meðal er viðureign Cat Zingano og Amanda Nunes. Zingano snýr aftur í búrið á laugardaginn eftir erfiðustu 17 mánuði lífs hennar. Í sínum fyrsta bardaga í UFC sigraði hún Miesha Tate á tæknilegu rothöggi í bardaga sem var valinn bardagi kvöldsins. Þrátt fyrir stuttan feril var Zingano lofað bardaga við meistarann, Rondu Rousey. Hún átti að þjálfa andspænis henni í The Ultimate Fighter þegar allt fór úrskeiðis. Fljótlega eftir bardagann kom í ljós að hún þyrfti að fara í skurðaðgerð á báðum hnjám og hafa þau meiðsli haldið henni frá keppni í 17 mánuði. Cat Zingano fékk ekki að þjálfa The Ultimate Fighter gegn Rondu Rousey vegna meiðslanna og tók Miesha Tate hennar stað. Þarna missti Zingano af miklu tækifæri enda fá þjálfarar The Ultimate Fighter mikla athygli. Það reyndist lítið áfall miðað við það sem koma skyldi. Þann 13. janúar framdi eiginmaður hennar, Mauricio Zingano, sjálfsmorð. Mauricio var ekki bara eiginmaður hennar heldur einnig yfirþjálfari hennar og sá sem kynnti henni fyrir brasilísku jiu-jitsu í upphafi. Hann hafði ætíð fylgt henni í bardaga og verður bardaginn á laugardaginn fyrsti bardagi hennar án Mauricio.Þrátt fyrir alla erfiðleikana er Cat Zingano mætt til leiks aftur. Zingano mætir Amanda Nunes sem hefur sigrað sína fyrstu tvo bardaga í UFC með rothöggi í fyrstu lotu. Með sigri fær Zingano titilbardagann sem henni var lofað fyrir meiðslin gegn núverandi bantamvigtarmeistara kvenna, Rondu Rousey. Takist henni að sigra nú á laugardaginn verður það að teljast ótrúlegt afrek eftir verstu 17 mánuði í lífi hennar. Nánar má lesa um Zingano á vef MMA Frétta hér. UFC 178 bardagakvöldið hefst kl 2 aðfaranótt sunnudags á Stöð 2 Sport. Titilbardagi í fluguvigt - Demetrious Johnson gegn Chris Cariaso Léttvigt: Donald Cerrone gegn Eddie Alvarez Fjaðurvigt: Conor McGregor gegn Dustin Poirier Millivigt: Tim Kennedy gegn Yoel Romero Bantamvigt kvenna: Cat Zingano gegn Amanda Nunes
MMA Tengdar fréttir Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30 Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Fleiri fréttir „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Sjá meira
Conor fer hamförum í Vegas: Siver er dvergvaxinn sterahaus Vinur Gunnars Nelson berst í Las Vegas á laugardaginn og er gjörsamlega að fara á kostum í viðtölum. 22. september 2014 22:30