Losar meiri brennistein en öll Evrópa Svavar Hávarðsson skrifar 25. september 2014 07:00 Eldgosið hefur náð sérstöðu fyrir stórt hraun á skömmum tíma og fyrir að vera óvenju gasríkt. Mynd/Magnús Tumi Guðmundsson „Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga. Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það er ljóst að engin gos á 20. öld komast svo mikið sem nálægt þessu. Við þurfum að leita langt aftur á 19. öld til að finna eins gasríkt eldgos. Þetta slær út alla mælikvarða sem við höfum í raun,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, spurður um sérstöðu eldgossins í Holuhrauni og mengunina sem frá því kemur. Eldgosið í Holuhrauni hefur eftir aðeins þriggja vikna gosvirkni tryggt sérstöðu sína með tvennum hætti, hið minnsta. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, hefur bent á að nýjar mælingar sýna að hraunið er töluvert stærra en talið hefur verið. Rúmmál hraunsins sem runnið hefur frá sprungunni norðan Dyngjujökuls er þegar metið um 500 milljón rúmmetrar. Flatarmálið nálgast 40 ferkílómetra. Mest er þykktin á miðlínu hraunsins; næst gígunum um 30 metrar, en 18-22 metrar víðast hvar annarstaðar. Meðalþykktin er nú talin vera 14 metrar.Magnús Tumi Guðmundsson.Hraunið er með þeim stærstu sem runnið hafa á Íslandi í langan tíma. Ef skoðuð eru gos síðustu 150 ára, er aðeins hraunið sem myndaðist í Heklugosinu 1947-48 stærra, en það gos stóð í 13 mánuði. Ef gosið í Holuhrauni heldur áfram með sama krafti og verið hefur gæti það náð stærð Hekluhraunsins innan tveggja vikna, skrifar Magnús Tumi. En sérstaðan liggur einnig í gaslosuninni og því magni brennisteins (SO2) sem frá eldstöðinni kemur. Þorsteinn, sem er sérfræðingur í loftgæðum og jarðfræðingur, segir að það sé vissulega óvissa með losunina en telur 10 til 20.000 tonn á dag eðlilegt viðmið þótt vissar mælingar sýni hærri styrk. „Losun í Holuhrauni er því tíu til sextíu þúsund tonn af brennisteini á dag. Losun ESB-landanna er 14 þúsund tonn af brennisteini á dag og er þá allt undir; iðnaður, orkuframleiðsla, samgöngur, húshitun og svo framvegis,“ segir Þorsteinn og bætir við í þessu samhengi að það sé mjög fjarri lagi að kalla eldgosið í Holuhrauni smágos. Allar stærðir sýni hið gagnstæða. Á fundi vísindamannaráðs Almannavarna í gær kom fram að engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun. Hraunflákinn heldur áfram að stækka og ekkert hefur dregið úr framleiðslunni. Sig öskju Bárðarbungu nemur nú 27 til 28 metrum frá upphafi umbrotanna og skjálftavirknin í fjallinu er svipuð og síðustu daga.
Bárðarbunga Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira