Ekkert lát er á eldgosinu í Holuhrauni og að sögn eldfjallafræðinga er gosið stöðugt. Þá er skjálftahrina með svipuðu móti og verið hefur en um tuttugu skjálftar mældust í nótt. Sá stærsti 5,2 stig.
Vísindamannaráð almannavarna funda nú um stöðu mála á Bifröst, en fundur þeirra er samtvinnaður við ráðstefnuna FutureVolc, sem jafnframt fer fram í háskólanum á Bifröst.