Stjarnan tryggði sér í kvöld sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð eftir 3-0 sigur á Aftureldingu á Samsung-vellinum í Garðabæ.
Harpa Þorsteinsdóttir skoraði öll mörk Stjörnunnar en hún er langmarkahæst í Pepsi-deild kvenna með 27 mörk.
Stjarnan er búin að vinna 15 af 17 deildarleikjum sínum, en aðeins Breiðabliki hefur tekist að leggja Garðabæjarliðið að velli á þessu tímabili. Stjarnan er einnig ríkjandi bikarmeistari, en liðið vann Selfoss örugglega í úrslitaleik á Laugardalsvelli fyrir nokkrum vikum síðan.
Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Garðabænum í kvöld og smellti af myndum sem má sjá hér að ofan.
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla

Tengdar fréttir

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Stjarnan - Selfoss 4-0 | Stjarnan bikarmeistari 2014
Stjarnan varð í dag í annað sinn í sögu félagsins bikarmeistari eftir 4-0 sigur á Selfoss í bikarúrslitunum á Laugardalsvelli. Harpa Þorsteinsdóttir reyndist andstæðingum sínum erfið eins og oft áður en hún skoraði þrennu í leiknum.