Safnaði 400 þúsund krónum og náði markmiði sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. september 2014 21:28 Brandur hefur stundað listsköpun sína í rúm þrjú ár. MYND/BRANDUR Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins. Bárðarbunga Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Brandur Bjarnason Karlsson málari hefur nú náð markmiði sínu en hann hóf fjársöfnun fyrr í sumar til að standa straum af verkefninu Fairwell return to the highlands. Brandur hyggst ferðast um hálendi Íslands, með pensilinn að vopni, og mála myndir af fjöllum og firnindum víðsvegar um land. Hann mun beita heldur nýstárlegri aðferð við listsköpun sína. „Listverkefnið gengur út á að nota flygildi (e. Drone) til að aðstoða mig við að taka myndir sem ég svo mála eftir. Þar sem ég er í hjólastóli gefur það mér tækifæri á að sjá viðfangsefni mín frá öðrum sjónarhornum en ella,“ segir Brandur í samtali við Vísi. Fyrir tíu árum fór hann að missa mátt í útlimum og tæpum fjórum árum síðar var hann nánast alveg lamaður fyrir neðan háls. Hann lét það þó ekki stöðva sig og hefur Brandur nú í liðlega þrjú ár málað myndir með munninum – en tæknina lærði hann hjá Eddu Heiðrúnu Bachman. Brandur hóf söfnunina á vefsíðunni Karolina fund í ágúst og stefndi hann að því að safna 2500 evrum, tæplega 400 þúsund krónum, til að standa straum af ferðakostnaði og uppihaldi meðan á ferðlagi hans stæði. Markmiðið náðist svo í síðustu viku og stefnir Brandur nú ótrauður að því að setja upp sýningu með verkum sínum í Ráðhúsi Reykjavíkur í upphafi næsta árs. Stærsta einstaka framlagið sem hann hlaut voru 500 evrur, um 75 þúsund krónur, og mun sá gjafmildi fá málverk frá Brandi að eigin vali. Brandur hefur nú þegar ferðast um Mývatnssveit og upp á Öskju þar sem hann sendi flygildið um allt. Þá hefur hann einnig flogið flygildi sínu yfir gosstöðvarnar í Holuhrauni. Brandur segist þó ekki hafa getað ferðast jafn mikið í sumar og hann hefði viljað. „Ég svindlaði því aðeins og málaði eftir nokkrum ljósmyndunum sem vinir mínur tóku,“ segir hann kíminn og bætir við að það hafi þó ekki komið niður á gæðum verkanna. Upphæðin sem honum hefur nú tekist að safna gerir honum kleift að fjármagna tækjabúnað, ferðakostnað og aðstoðarfólk sem getur farið með honum. Brandur vill koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera draum hans að veruleika. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast á söfnunarsíðu átaksins.
Bárðarbunga Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira