Pahars: Engir brandarar á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 17:01 Pahars á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Valli Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Marian Pahars, landsliðsþjálfari Lettlands, hrósaði landsliði Íslands á blaðamannafundi sínum á Skonto-leikvanginum nú síðdegis. Hann segist einnig afar hrifinn af þjálfaranum Lars Lagerbäck. „Ísland er með gott lið fyrst og fremst. Það eru góðir leikmenn í liðinu og það er afar vel þjálfað. Við höfum ekki áhyggjur af einstökum leikmönnum heldur af því hvernig liðið spilar sem heild,“ sagði Pahars í dag. „Lars er frábær þjálfari og verður gott að fá að mæta honum. Ég hitti hann nýlega á ráðstefnu í St. Pétursborg. Við áttum þar gott spjall og hann sagði nokkra brandara. Það verða þó engir brandarar sagðir á morgun - þá tekur alvaran við.“ Pahars sagði að það væri margir góðir leikmenn í íslenska liðinu og nefndi sérstaklega þá Gylfa Þór Sigurðsson, Kolbein Sigþórsson og Alfreð Finnbogason. En hann gerði lítið úr þeirri staðreynd að Lettland hafi gengið vel að verjast í síðustu leikjum sínum og haldið hreinu í nokkrum í röð. „Það er ekki tölfræði sem ég skoða sérstaklega fyrir þennan leik. Eina tölfræðin sem ég hef áhuga á er að við skorum fleiri mörk en andstæðingurinn. Við viljum fyrst og fremst fá góð úrslit.“ Hann sagði erfitt að meta möguleika Íslands á að komast upp úr riðlinum. „Það kemur betur í ljós eftir næstu tvo leiki. Sigurinn á Tyrklandi var mikilvægur en þessi leikur og sá næsti mun hafa mikið að segja um framhaldið.“ Pahars sagðist enn fremur ekki hafa áhyggjur af liðinu vegna fjarveru lykilmanna sem margir eiga við meiðsli að stríða. „Ég er einfaldlega ekki að hugsa um þá leikmenn. Svo einfalt er það.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Sjá meira
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43