Landspítalinn leitar að fólki í viðbragðsteymi vegna ebólu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2014 13:06 "Það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já.“ vísir/gva/afp Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum. Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Skipað hefur verið viðbragðsteymi á Landspítalanum ef ske kynni að ebólusmitaður einstaklingur kæmi hingað til lands. Teymið er ekki fullskipað og leitar Landspítalinn að fólki til að taka þátt í verkefninu. Nokkrir smitsjúkdómalæknar og gjörgæslulæknar taka þátt en líkt og greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær hefur það reynst erfitt að fá hjúkrunarstarfsfólk í verkefnið. Tuttugu manns þarf í teymið en að sögn yfirlæknis sýkingavarnadeildar eru tæplega tíu manns sem nú taka þátt í verkefninu. „Þetta er auðvitað verkefni sem er dálítið öðruvísi en venjulegt starf og það er ekkert óeðlilegt að fólk þurfi að átta sig á því hvað þetta innifelur áður en það er tilbúið til að segja afdráttarlaust já,“ segir Ólafur Guðgeirsson, yfirlæknir sýkingavarnadeildar. Hann segir unnið hafi verið að viðbragðsáætlun síðan í júlí. „Fyrstu meðlimir í verkefninu hafa verið í þessu frá því í júlí og erum búin að vinna að þessu jafnt og þétt síðan þá. Það eru ekki nema tíu mínútur síðan nýr aðili bættist inn í hópinn.“ Starfsfólk Landspítalans hefur sótt fræðslunámskeið að undanförnu í samráði við Almannavarnir ríkislögreglustjóra og Landspítalans og gerð hefur verið áætlun um að þjálfa starfsfólk. Fari svo að viðbragðsáætlun verði sett í gang verður bráðalækningadeild spítalans, A2, lokað og reistur verður veggur svo hægt verði að einangra deildina algjörlega. Hann telur þó litlar líkur á að smit berist hingað til lands, en vissulega séu líkurnar til staðar. Bryndís Sigurðardóttir sagði í kvöldfréttum í gær að Ísland væri verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlönd, til að mynda stóra Háskólaspítala á Norðurlöndum eða í Bandaríkjunum þar sem eru sérhæfðar einangrunarmiðstöðvar. Hún hefur þó litlar áhyggjur af útbreiðslu veirunnar hér á landi. Veiran er sögð sú skæðasta í sögunni og hefur lagt þúsundir að velli. Þá eru hátt í tíu þúsund smitaðir en fyrsti Norðurlandabúinn, norsk hjúkrunarkona, greindist með veiruna á dögunum.
Ebóla Tengdar fréttir Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Ísland verr undirbúið fyrir ebólu en samanburðarlöndin Ekki er sjálfgefið að heilbrigðisstarfsfólk vilji sinna smituðum. Þetta segir settur yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. 8. október 2014 20:00