Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn. Thomas Duncan, sem smitaðist ef ebólu í Líberíu, lést á sjúkrahúsi í Texas í dag. Hann greindist með veiruna í miðjum september og flaug smitaður til Bandaríkjanna.
Duncan hafði verið í einangrun á sjúkrahúsi í Texas þar sem hann fékk tilraunalyf, sem virkuðu ekki. Fólk sem umgekkst hann er nú í einangrun vegna mögulegra smithættu.
Þrátt fyrir að hann hafi verið fyrsti maðurinn sem greindist með veiruna í Bandaríkjunum eru þrír hjálparstarfsmenn og ljósmyndari með veiruna. Hún fannst þó í þeim í Afríku.
CNN segir frá því að hitastig farþega sem ferðast frá Vestur-Afríku verður kannað við komu þeirra til Bandaríkjanna. Kannanirnar munu hefjast um helgina eða í næstu viku.
Fyrsti maðurinn sem greindist með ebólu í Bandaríkjunum er dáinn
Samúel Karl Ólason skrifar
