Ekki verið að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðunni Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2014 19:18 Í tilkynningu frá Reykjavík Helicopters segir atvikið sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Vísir/Auðunn „Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir. Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
„Það fá allir mjög skýr svör. Það er ekki lent á svæðinu. Lendingar eru ekki leyfðar á svæðinu,“ segir Friðgeir Guðjónsson, markaðsstjóri Reykjavík Helicopters, aðspurður hvort verið sé að plata viðskiptavini með myndum á heimasíðu fyrirtækisins þar sem sést til fólks í návígi við hraunið. „Alls ekki. Allir okkar viðskiptavinir fá sömu svör þegar þeir spyrja um lendingu á svæðinu. Það er þvert nei, nema þegar um sé að ræða blaðamenn eða vísindamenn og þá þurfa þeir skriflegt leyfi frá almannavörnum þess eðlis að þeir megi lenda. Þessar myndir á heimasíðunni okkar eru allar teknar áður en þetta bann var sett á í upphafi gossins,“ segir Friðgeir í samtali við Vísi. Friðgeir segir fyrirtækið ekki sjá ástæðu til að fjarlægja myndirnar af heimasíðunni. „Þetta eru fallegar myndir. Það eru allir með svona myndir. Allir sem náðu svona myndum eru með þær.“ Líkt og kom fram á Vísi fyrr í dag birti auðkýfingurinn Goga Ashkenaz myndband af sér og samferðarfólki bregða á leik, hættulega nálægt eldstöðvunum í Holuhrauni síðastliðinn sunnudag. Í fréttatilkynningu frá Reykjavík Helicopters sem send var út nú síðdegis segir að það atvik sem vitnað er til sé alfarið á ábyrgð viðkomandi flugmanns. Friðgeir segir það alveg skýrt að það sé ekki stefna fyrirtækisins að lenda á gossvæðinu. „Við höfum ekki náð tali af flugmanninum. Við fréttum af þessu í dag eins og þið. Hann er í flugi eins og er og við vitum ekki nákvæmlega hvenær hann er væntanlegur.“ Friðgeir segir reglurnar vera alveg skýrar. „Við megum þó ekki taka flugmanninn af lífi. Hann gæti haft einhverja skýringu. Við vitum ekkert um það. Ég vona það.“ Friðgeir segir fyrirtækið hafa farið í um fimmtán, tuttugu ferðir síðan gosið hófst þar sem flogið er yfir gossvæðið. „Veðrið er reyndar búið að vera erfitt á köflum,“ segir Friðgeir, og bætir við að það séu nær eingöngu útlendingar sem hafi keypt slíkar ferðir.
Bárðarbunga Tengdar fréttir Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22 Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Sjá meira
Dönsuðu steinsnar frá eldgosinu Goga Ashkenazi, milljarðamæringur frá Kazakstan, birti í fyrradag myndband af sér ásamt hópi fólks við gosstöðvarnar í Holuhrauni á Instagram. 7. október 2014 15:22
Jafnvel banvænt að fara svo nálægt gosinu "Það eru ástæður fyrir því að þetta er lokað . Þetta er stórhættulegt og bara með ólíkindum.“ 7. október 2014 17:06