Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - FH 20-19 | Sigurganga Mosfellinga heldur áfram Guðmundur Marinó Ingvarsson í Íþróttahúsinu að Varmá skrifar 6. október 2014 18:24 Afturelding lagði FH 20-19 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Olís deildar karla í handbolta. FH var 14-12 yfir í hálfleik.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem sjá má í albúminu hér að neðan. FH lék frábærlega í fyrri hálfleik og var mun sterkara liðið þó aðeins hafi munaði tveimur mörkum á liðunum. Afturelding sýndi mikinn styrk að vera ekki meira undir þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fyrstu 30 mínúturnar og í rauninni var sóknarleikur Aftureldingar aldrei góður í leiknum. Vörn Aftureldingar í seinni hálfleik var aftur á móti frábær og Pálmar Pétursson magnaður í markinu fyrir aftan hana. Sóknarleikur FH í seinni hálfleik var ekki boðlegur. Liðið sótti stanslaust inn á miðjuna þar sem vörn Aftureldingar er sterkust og ekki hjálpar til að línumenn FH taki nánast engan þátt í leiknum. Það var í raun aðeins frábær markvarsla Ágústar Elí Björgvinssonar í marki FH sem hélt FH inni í leiknum en hann varði fjölda dauðafæri í seinni hálfleik og var lang besti leikmaður liðsins. Liðsheildin hjá Aftureldingu er mjög sterk en vörnin og Pálmar sáu umfram allt annað til þess að liðið er enn með fullt hús stiga en FH tapaði öðrum leik sínum í röð í deildinni. Afturelding er með 10 stig á toppnum en FH er með 5 stig í fjórða sæti. Einar Andri: Bara rætt um varnarleik í hálfleik„Við erum búnir að byrja mjög vel. Búnir að spila fimm leiki og vinna þá alla og erum búnir að spila að mínu mati nokkuð vel miðað við árstíma,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sem hefur fengið draumabyrjun með nýtt lið eftir að hann hætti með FH eftir síðustu leiktíð. „Þeir skora fimm mörk í seinni hálfleik og ég held að við höfum verið búnir að fá á okkur þrjú eftir einhverjar 25 mínútur. Það var eignilega bara rætt um varnarleik í hálfleik. Hann var langt frá því sem við þekkjum hann. „Pálmar (Pétursson) kom líka frábær í markið. Við getum þakkað honum það. Hann hefur einhvern tímann fengið skot frá þessum strákum á æfingum og eitthvað kannast hann við þetta. Kannski var ekki nógu klókt hjá mér fyrir leik að spá í þetta en Davíð (Svansson) er búinn að vera frábær og fékk að njóta vafans,“ sagði Einar Andri sem hrósaði líka markverðinum unga hjá FH sem hann þekkir svo vel. „Ágúst (Elí Björgvinsson) er frábær markmaður. Mér fannst FH liðið spila frábæran fyrri hálfleik og settu okkur í mikil vandræði. Mér fannst við heppnir að vera bara tveimur undir. Þeir eru með mjög flott lið en varnarleikurinn og markvarslan gerðu það að verkum að við náðum að hanga í þessu og skríða yfir í lokin. „Þetta var mjög sérstakt,“ sagði Einar Andri um tilfinninguna að leika gegn sínum gamla liði. „Ég hafði spilað einn æfingaleik á móti þeim og var búinn að ná úr mér hrollinum en það var skrítið að spila á móti FH áhorfendum og láta þá öskra á sig. FH er frábært félag og er í góðum höndum með frábæra þjálfara og flotta stjórn. „Ég hef fulla trú á þeim en nú er ég að þjálfa annað lið og ég nýt þess alveg í botn. Þetta fer skemmtilega af stað og ég vil hrósa Aftureldingu fyrir frábæra umgjörð í kringum leikina og liðið. Það eru 20 manns mættir klukkan hálf sex til að gera alltog græja. Stemningin er frábær og mætingin. Ég held að þetta sé góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta,“ sagði Einar Andri. Ágúst Elí: Hrein skita í seinni hálfleik„Heil yfir fannst mér þeir komast upp með aðeins meira en við. Jújú, stemningin var með þeim en seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson markvörður FH. „Við fáum á okkur átta mörk í seinni hálfeik en skorum aðeins fimm mörk á sama tíma. Fyrri hálfleikurinn gekk ágætlega en þeir fengu fullt af vítum og þrjú af fjórum fyrstu mörkunum voru úr vítum. „Við skilum ekki nóg af okkur sóknarlega. Þeir eru með gott varnarlið og allt það en ekki svona gott. Þetta var hrein skita í seinni hálfleik. „Mér finnst við bakka of mikið undan þeim og sækja of mikið inn á miðjun þar sem pakkinn er lang stærstur og þéttastur. Við fáum held ég tvö hornafæri í leiknum og það er ekki gott að sækja svona mikið inn á miðjuna gegn svona stóru og stæðilegu liði. Við gerðum of mikið úr þeim,“ sagði Ágúst Elí sem stóð þó fyrir sínu. „Svona er handboltinn. Maður reynir hvað maður getur. Þegar staðan var 20-18 og ein og hálf mínúta eftir var ég ákveðin í að halda mínu og gerði það en við erum sjö leikmenn inn á í liðinu og maður vinnur ekki alla leiki einn síns liðs þó það gerist oft. Það verða allir að standa sig,“ sagði markvörðurinn ungi.Jóhann Gunnar skoraði fimm mörk í kvöld, öll af vítalínunni.Vísir/VilhelmEinar Andri stýrði Aftureldingu til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum.Vísir/VilhelmRagnar skoraði fimm mörk fyrir FH.Vísir/Vilhelm Olís-deild karla Tengdar fréttir Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15. 6. október 2014 21:36 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. 6. október 2014 18:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira
Afturelding lagði FH 20-19 og er því enn með fullt hús stiga á toppi Olís deildar karla í handbolta. FH var 14-12 yfir í hálfleik.Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á vellinum og tók myndirnar sem sjá má í albúminu hér að neðan. FH lék frábærlega í fyrri hálfleik og var mun sterkara liðið þó aðeins hafi munaði tveimur mörkum á liðunum. Afturelding sýndi mikinn styrk að vera ekki meira undir þrátt fyrir að ná sér ekki á strik fyrstu 30 mínúturnar og í rauninni var sóknarleikur Aftureldingar aldrei góður í leiknum. Vörn Aftureldingar í seinni hálfleik var aftur á móti frábær og Pálmar Pétursson magnaður í markinu fyrir aftan hana. Sóknarleikur FH í seinni hálfleik var ekki boðlegur. Liðið sótti stanslaust inn á miðjuna þar sem vörn Aftureldingar er sterkust og ekki hjálpar til að línumenn FH taki nánast engan þátt í leiknum. Það var í raun aðeins frábær markvarsla Ágústar Elí Björgvinssonar í marki FH sem hélt FH inni í leiknum en hann varði fjölda dauðafæri í seinni hálfleik og var lang besti leikmaður liðsins. Liðsheildin hjá Aftureldingu er mjög sterk en vörnin og Pálmar sáu umfram allt annað til þess að liðið er enn með fullt hús stiga en FH tapaði öðrum leik sínum í röð í deildinni. Afturelding er með 10 stig á toppnum en FH er með 5 stig í fjórða sæti. Einar Andri: Bara rætt um varnarleik í hálfleik„Við erum búnir að byrja mjög vel. Búnir að spila fimm leiki og vinna þá alla og erum búnir að spila að mínu mati nokkuð vel miðað við árstíma,“ sagði Einar Andri Einarsson þjálfari Aftureldingar sem hefur fengið draumabyrjun með nýtt lið eftir að hann hætti með FH eftir síðustu leiktíð. „Þeir skora fimm mörk í seinni hálfleik og ég held að við höfum verið búnir að fá á okkur þrjú eftir einhverjar 25 mínútur. Það var eignilega bara rætt um varnarleik í hálfleik. Hann var langt frá því sem við þekkjum hann. „Pálmar (Pétursson) kom líka frábær í markið. Við getum þakkað honum það. Hann hefur einhvern tímann fengið skot frá þessum strákum á æfingum og eitthvað kannast hann við þetta. Kannski var ekki nógu klókt hjá mér fyrir leik að spá í þetta en Davíð (Svansson) er búinn að vera frábær og fékk að njóta vafans,“ sagði Einar Andri sem hrósaði líka markverðinum unga hjá FH sem hann þekkir svo vel. „Ágúst (Elí Björgvinsson) er frábær markmaður. Mér fannst FH liðið spila frábæran fyrri hálfleik og settu okkur í mikil vandræði. Mér fannst við heppnir að vera bara tveimur undir. Þeir eru með mjög flott lið en varnarleikurinn og markvarslan gerðu það að verkum að við náðum að hanga í þessu og skríða yfir í lokin. „Þetta var mjög sérstakt,“ sagði Einar Andri um tilfinninguna að leika gegn sínum gamla liði. „Ég hafði spilað einn æfingaleik á móti þeim og var búinn að ná úr mér hrollinum en það var skrítið að spila á móti FH áhorfendum og láta þá öskra á sig. FH er frábært félag og er í góðum höndum með frábæra þjálfara og flotta stjórn. „Ég hef fulla trú á þeim en nú er ég að þjálfa annað lið og ég nýt þess alveg í botn. Þetta fer skemmtilega af stað og ég vil hrósa Aftureldingu fyrir frábæra umgjörð í kringum leikina og liðið. Það eru 20 manns mættir klukkan hálf sex til að gera alltog græja. Stemningin er frábær og mætingin. Ég held að þetta sé góð auglýsing fyrir íslenskan handbolta,“ sagði Einar Andri. Ágúst Elí: Hrein skita í seinni hálfleik„Heil yfir fannst mér þeir komast upp með aðeins meira en við. Jújú, stemningin var með þeim en seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður,“ sagði Ágúst Elí Björgvinsson markvörður FH. „Við fáum á okkur átta mörk í seinni hálfeik en skorum aðeins fimm mörk á sama tíma. Fyrri hálfleikurinn gekk ágætlega en þeir fengu fullt af vítum og þrjú af fjórum fyrstu mörkunum voru úr vítum. „Við skilum ekki nóg af okkur sóknarlega. Þeir eru með gott varnarlið og allt það en ekki svona gott. Þetta var hrein skita í seinni hálfleik. „Mér finnst við bakka of mikið undan þeim og sækja of mikið inn á miðjun þar sem pakkinn er lang stærstur og þéttastur. Við fáum held ég tvö hornafæri í leiknum og það er ekki gott að sækja svona mikið inn á miðjuna gegn svona stóru og stæðilegu liði. Við gerðum of mikið úr þeim,“ sagði Ágúst Elí sem stóð þó fyrir sínu. „Svona er handboltinn. Maður reynir hvað maður getur. Þegar staðan var 20-18 og ein og hálf mínúta eftir var ég ákveðin í að halda mínu og gerði það en við erum sjö leikmenn inn á í liðinu og maður vinnur ekki alla leiki einn síns liðs þó það gerist oft. Það verða allir að standa sig,“ sagði markvörðurinn ungi.Jóhann Gunnar skoraði fimm mörk í kvöld, öll af vítalínunni.Vísir/VilhelmEinar Andri stýrði Aftureldingu til sigurs gegn sínum gömlu lærisveinum.Vísir/VilhelmRagnar skoraði fimm mörk fyrir FH.Vísir/Vilhelm
Olís-deild karla Tengdar fréttir Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15. 6. október 2014 21:36 Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. 6. október 2014 18:15 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Sjá meira
Þriðji sigur Vals í röð | ÍR-ingar enn ósigraðir Valur vann sinn þriðja sigur í röð í Olís-deild karla þegar liðið bar sigurorð af Stjörnunni í Mýrinni, 26-28. Valsmenn leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 12-15. 6. október 2014 21:36
Umfjöllun og viðtöl: HK - Fram 31-22 | HK valtaði yfir Fram HK vann Fram í botnslag Olís-deildar karla í kvöld, en sterk byrjun heimamanna á síðari hálfleik lagði grunninn að sigrinum. Guðni Már Kristinsson lék á alls oddi fyrir Kópavogsliðið. 6. október 2014 18:15