Innlent

22 ráðnir í ráðuneytin án auglýsinga

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Upplýsingarnar koma fram í svörum fimm ráðherra. Enn eiga fleiri svör eftir að berast.
Upplýsingarnar koma fram í svörum fimm ráðherra. Enn eiga fleiri svör eftir að berast. Vísir / Ernir
Fimm ráðuneyti hafa ráðið 22 aðstoðarmenn, ráðgjafa eða starfsmenn í sérverkefni án auglýsinga það sem af er kjörtímabili. Nokkrir þessara starfsmanna hafa lokið störfum sínum og aðrir eru ráðnir í ákveðinn tíma en ekki út kjörtímabilið. Þetta kemur fram í svörum ráðuneytanna við fyrirspurnum Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna.

Katrín óskaði eftir upplýsingum frá öllum ráðherrum og eru enn sex svör væntanleg. Ráðherrarnir hafa nokkrar vikur til að svara og er von á því að svörin berist á næstu dögum eða vikum.

Meðal upplýsinga sem koma fram í svörunum er að enginn sérfræðingur hafi verið ráðinn í forsætisráðuneytið nema aðstoðarmenn ráðherra og ríkisstjórnarinnar. Það eru Jóhannes Þór Skúlason og Ásmundur Einar Daðason, aðstoðarmenn forsætisráðherra, auk Sigurðar Más Jónssonar, upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, og Benedikts Árnasonar, sem starfar sem efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og ráðherranefnda ríkisstjórnarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×