Harpa: Viljum alltaf bæta okkur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2014 13:20 Harpa með verðlaunin. Vísir/Valli Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Harpa Þorsteinsdóttir, framherji Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, hefur verið dugleg að sanka að sér hvers kyns verðlaun og viðurkenningum á undanförnum árum. Í dag bættust þrenn verðlaun í sarpinn þegar KSÍ gerði Pepsi-deild kvenna upp með viðhöfn í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar. Harpa var kosin besti leikmaðurinn, var í úrvalsliðinu og fékk verðlaun fyrir flottasta mark sumarsins sem hún skoraði gegn Aftureldingu. Harpa var einnig langmarkahæsti leikmaður deildarinnar með 27 mörk í 18 leikjum. Aðspurð hvort hún hefði pláss fyrir öll þessi verðlaun sagði Harpa: „Ég þarf að fara að finna mér íbúð með auka herbergi til að geyma þetta allt. „Nei, nei, ég kem þessu einhvers staðar fyrir,“ sagði Harpa sem var að vonum ánægð með uppskeru dagsins, en kom þetta henni á óvart? „Nei, svo sem ekki. Þetta kom kannski ekki óvart, en ég er engu að síður mjög þakklát og stolt af þessum viðurkenningum. Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert,“ sagði markadrottningin. Sumarið hjá Stjörnunni var draumi líkast, en liðið hafði mikla yfirburði í Pepsi-deildinni og tryggði sér bikarmeistaratitilinn með 4-0 sigri á Selfossi í úrslitaleik. Hvað telur Harpa að liggi þessum frábæra árangri til grundvallar? „Stöðugleiki, samkeppni og metnaður hjá liðinu. Við finnum alltaf hluti sem við getum bætt okkur í og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Það er kannski lykilinn að þessu; að sitja ekki við sáttar.“ Tímabilið er þó ekki búið hjá Stjörnunni, en liðið mætir Zvezda 2005 frá Rússlandi í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leikurinn fer fram á Samsung-vellinum í Garðabæ 8. október og sá seinni í Rússlandi 16. sama mánaðar. Harpa segir að Stjörnustúlkur fari hvergi bangnar inn í það einvígi. „Við eigum góða möguleika á að ná góðum úrslitum á móti þessu liði og við förum af fullum krafti inn í það verkefni og vonust til að komast áfram í næstu umferð,“ sagði Harpa, en verður hún áfram í herbúðum Stjörnunnar? „Ég er samningsbundin Stjörnunni og verð heima í bili. En ef eitthvað spennandi kemur upp mun ég skoða það.“Stjörnustúlkur áttu frábært tímabil.Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Mo Salah fjarlægði allt tengt Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ Sjá meira
Harpa fékk þrenn verðlaun - fimm Stjörnukonur í liði ársins Stjörnukonan Harpa Þorsteinsdóttir fékk þrenn verðlaun þegar Knattspyrnusamband Íslands gerði upp Pepsi-deildar kvenna í fótbolta með viðhöfn í Ölgerðinni. 1. október 2014 12:23