Sport

Endaði í fjórða sæti í úrslitahlaupinu en vann samt gull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adnan Almntfage sést hér svekktur í lok hlaupsins en hann átti samt eftir að fá gull um hálsinn.
Adnan Almntfage sést hér svekktur í lok hlaupsins en hann átti samt eftir að fá gull um hálsinn. Vísir/Getty
Það var mikil dramatík í úrslitahlaupinu í 800 metra hlaupi karla í frjálsíþróttakeppni Ásíuleikanna sem standa nú yfir í Incheon í Suður-Kóreu. Fyrsti þrír í hlaupinu voru nefnilega allir dæmdir úr leik.

Mohammed Abdulaziz frá Sádí-Arabíu vann hlaupið á undan þeim Abdulrahman Musaeb Bal frá Katar og Kipchirchir Rotich frá Barein.

Abdulaziz var dæmdur úr leik fyrir að hindra aðra keppendur en hinir tveir misstu af verðlaunum þar sem að þeir stigu báðir út fyrir brautina.

Gullið fór því til Írakans Adnan Almntfage sem er 34 ára gamall og sá elsti í úrslitahlaupinu. Kínverjinn Haining Teng fékk silfrið og Katarbúinn Jamal Hairane bronsið.

Sajeesh Joseph frá Indlandi varð síðastur í mark en samt aðeins einu sæti frá verðlaunum því bareinmaðurinn Yusuf Saad Jamel kláraði ekki hlaupið.

Hér fyrir neðan má sjá mynd frá því þegar þeir koma í mark en þrír fremstu menn á þessari mynd voru dæmdir úr leik.

Lokaspretturinn í 800 metra hlaupinu.Vísir/Getty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×