Fótbolti

Platini: Sepp er ekki bara forseti FIFA

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini og Joseph Blatter.
Michel Platini og Joseph Blatter. Vísir/Getty
Michel Platini, forseti UEFA, er ekkert að fela skoðanir sínar á Sepp Blatter, forseta FIFA en þessir valdamestu menn í alþjóðafótboltanum eru engir vinir.

Sepp Blatter hætti við að hætta sem forseti FIFA eftir síðasta kjörtímabili og bíður sig þess í stað fram á fimmta kjörtímabilið í röð þrátt fyrir harða gagnrýni á spillingu innan sambandsins.

Margir sáu Michel Platini sem líklegan eftirmann Blatter á sínum tíma en ekkert varð að því þegar ljóst varð að Blatter ætlaði að sitja sem fastast í forstjórastólnum þar sem hann hefur verið frá 1998.

Platini skaut á Blatter í viðtali við franska blaðið L'Equipe þar sem mátti lesa úr orðum Frakkans að hann telji Sepp Blatter vera löngu hættur að þjóna fótboltanum.

„Sepp er ekki bara forseti FIFA lengur. Hann er FIFA," sagði Michel Platini við L'Equipe þegar hann var spurður út í hinn 78 ára gamla Josef Blatter.




Tengdar fréttir

Geir: Held að menn ofmeti áhrif mín hjá UEFA

Það virðist ekkert geta komið í veg fyrir að hinn 78 ára gamli Sepp Blatter stýri FIFA til ársins 2019. UEFA mun ekki senda frambjóðanda gegn Blatter á næsta ári. Þó að Blatter sé umdeildur hefur hann hreðjatak á hreyfingunni.

Platini fer ekki fram gegn Blatter

Michel Platini, forseti UEFA (Evrópska knattspyrnusambandsins), mun ekki bjóða sig fram gegn sitjandi forseta FIFA, Sepp Blatter.

Verða Vetrarólympíuleikarnir 2022 færðir?

Toppliðin í Evrópu eru farin að pressa á það að Vetrarólympíuleikarnir árið 2022 verði færðir til svo hægt sé að spila HM í Katar við "kaldari" aðstæður.

Blatter vill innleiða notkun myndbanda

Sepp Blatter, forseti FIFA, sagðist á Soccerex ráðstefnunni í Manchester vilja innleiða notkun myndbanda til að skera úr um réttmæti ákvarðana dómara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×