Skógræktarmenn rífast um vernd Teigsskógar Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2014 12:30 Vegamálastjóri sýnir ráðherra vegamála Teigsskóg á leið þeirra til fundar um samgöngumál á Vestfjörðum í fyrrasumar. Fréttablaðið/Daníel. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“ Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún tekur fram að hún styðji ekki yfirlýsingu stjórnar Skógræktarfélags Íslands um vegagerð um Teigsskóg. Þar lýsti stjórn Skógræktarfélags Íslands því sem haldlausum rökum og yfirvarpi gegn nauðsynlegum vegabótum að vernda þyrfti Teigsskóg enda yrði skaðinn óverulegur, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. „Óhóflegar og illa rökstuddar verndarkröfur mega ekki hindra að lagðir verði nútímalegir vegir um sýsluna,“ sagði stjórn Skógæktarfélags Íslands. Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir í samþykkt sinni að ályktun stjórnar Skógræktarfélags Íslands hafi á aðalfundi í ágúst hlotið dræmar undirtektir og verið vísað til stjórnar. „Ályktun stjórnar félagsins er ekki í samræmi við vilja kjörinna fulltrúa skógræktarfélaga í landinu eins og hann birtist á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands,“ segir í samþykkt stjórnar Skógæktarfélags Reykjavíkur, sem Þröstur Ólafsson formaður ritar undir. „Rökin voru meðal annars þau að hlutverk S.Í. væri að stuðla að skógrækt og verndun skóga og skógaleifa og vinna gegn eyðingu skóga og síst af öllu að taka afstöðu í þjóðfélagsdeilu með þeim hætti að styðja þann málstað að skógur skyldi ruddur á stóru svæði.“ Stjórn Skógræktarfélags Reykjavíkur segir ennfremur: „Vegarlagning um Teigsskóg hefur um langa hríð valdið deilum í samfélaginu, þar sem fjölmargir náttúruverndarmenn, þ.á m. skógræktarmenn, hafa lýst sig andvíga þeirri skógareyðingu sem óhjákvæmilega hlytist af. Bent hefur verið á að aðrir kostir á vegtengingum séu fyrir hendi. Teigsskógur myndar samfellt kjarr og er einn heillegasti og um leið fallegasti villti birkiskógurinn á Vestfjörðum. Með uppbyggðum vegi yrði eyðilagður skógur á um sex hektara svæði auk þess sem gamalgróið vistkerfi skógarins yrði rofið. Þeir eru ófáir sem líta svo á að þessi skógur sé gersemi sem beri að vernda.“
Teigsskógur Tengdar fréttir Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30 Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00 Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Fleiri fréttir Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Sjá meira
Teigsskógarrök yfirvarp segja skógræktarfélögin Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. 2. október 2014 11:30
Þingmaður Vinstri grænna fellst á veg um Teigsskóg Þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, Lilja Rafney Magnúsdóttir, segir nýja tillögu Vegagerðarinnar um að Vestfjarðavegur um Gufudalssveit verði lagður um Teigsskóg vera ásættanlega. 26. september 2014 14:00
Vegur um Teigsskóg mikil náttúruspjöll "Stjórn Fuglaverndar hvetur stjórnvöld til að fara að öllu með gát og skoða fleiri möguleika varðandi vegagerð í Gufudalssveit,“ segir í ályktun Fuglaverndar. 13. október 2014 10:45