Best að hafa glugga lokaða þegar mesta mengunin er Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2014 18:20 Vísir/GVA „Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“ Bárðarbunga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
„Það hefur svona einn og einn sem er að koma hér á stofuna til okkar kvartað undan óþægindum í augum og hálsi. Það hefur ekki verið mikið um að fólk hafi komið sérstaklega út af þessum einkennum, en kannski nefnt það í tengslum við önnur mál,“ segir Gunnlaugur Sigurjónsson, heimilislæknir á heilsugæslustöðinni í Árbæ. Hann ræddi um mengunina frá gosinu í Holuhrauni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Það er náttúrlega að ganga leiðindaflensa eða veirupest og margir að fá berkjubólgu. Maður getur velt fyrir sér hvort að það sé meira um það út af þessu mengunarskýi sem liggur yfir. Allavega heyrir maður á sumum að þeim finnist þeir verða þyngri þegar mengunarskýið er hvað þéttast yfir borginni.“ Gunnlaugur sagði að ef brennisteinsdíoxíð væri yfir 600 grömm í rúmmetra geti það haft áhrif á þá sem eru með viðkvæm öndunarfæri. Fari það yfir þrjú þúsund grömm geti það haft áhrif á fullfrískt fólk. „Það eru fyrst og fremst þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóm í öndunarfærum. Börn með astma, eldra fólk með króníska loftvegasjúkdóma. Það liggur meira á því.“ Gunnlaugur segir ráðlegt að vera með glugga lokaða þegar mengunin er mest. „Eftir því sem mér skilst hefur mengunin hér á höfuðborgarsvæðinu verið um 200 til eitt þúsund síðustu daga. Þegar þetta er farið að kitla í eitt þúsund grömm held ég að skynsamlegt sé að vera með gluggana lokaða.“ Hann segir að búast megi við fjölgun öndunarfæraeinkenna haldi mengunin áfram. Reynslan frá Austurlandi, þar sem vandamálið hafi verið meira, hefur sala astmalyfja aukist um 50 prósent. „Það má búast við að það verði einhver áhrif hér þó það verði aldrei jafn mikið og nær eldstöðinni.“
Bárðarbunga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Val Kilmer er látinn Lífið „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent