Enski boltinn

Eiður Smári: Helmingslíkur á að ég haldi áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/AFP
Eiður Smári Guðjohnsen veit ekki hvort að knattspyrnuferli hans sé lokið en hann er enn án félags.

Þetta segir hann í samtali við Morgunblaðið í dag. „Ég er alveg óákveðinn með framhaldið og það er 50-50 hvort ég haldi áfram að spila eða ekki. Það er ákvörðun sem ég þarf að taka,“ sagði Eiður Smári.

„Ég æfi daglega einn og sér. Ég hef fengið alls konar tilboð sem ég hef ekki viljað stökkva á. Mér fannst þau flest lítt spennandi og sum liðin eru langt í burtu,“ segir Eiður Smári sem viðurkennir að það verði erfiðara að halda sér við eftir því sem tíminn líður.

Hann fylgdist með 2-0 sigri Íslands á Hollandi og gantaðist með að nú hefði hann átján mánuði til að koma sér í stand en þá hefst úrslitakeppni EM í Frakklandi. Hann hugsaði þó með sér að það væri gaman að geta hjálpað landsliðinu.

„Auðvitað á maður að vera með getu til að vera tilbúinn ef ske kynni að við færum í lokakeppnina. Þá þarf maður að vera að spila og líkaminn þarf að geta það. Þetta þarf að vera rétt bæði fótboltalega og aðallega gagnvart fjölskyldunni.“

„Maður finnur loksins þegar maður er heima eftir að hafa verið lengi í burtu frá fjölskyldunni hversu yndislegt það er.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×