Töluverð aukning hefur verið síðustu daga á fjölda skjálfta við Bárðarbungu.
Hægviðri síðustu daga getur varla skýrt þetta og líklegast um raunverulega aukningu að ræða.
Síðasta sólarhringinn hafa mælst tæplega 130 skjálftar við Bárðarbungu sjálfa, um 30 í ganginum norðanverðum.
Skjálftar hafa ekki farið yfir stærð fimm síðan 12. október, en fimm skjálftar mældust í gær á stærðarbilinu 4,5-4,8.
130 skjálftar síðastliðinn sólahring
Stefán Árni Pálsson skrifar
