Fótbolti

Stórbættu markamet landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna síðara marki Gylfa Þórs Sigurðssonar í gær.
Ragnar Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson fagna síðara marki Gylfa Þórs Sigurðssonar í gær. Vísir/Andri Marinó
Ísland hefur farið á kostum í upphafi undankeppni EM 2016 og unnið fyrstu þrjá leikina með markatölunni 8-0.

Strákarnir unnu frábæran 2-0 sigur á Hollandi í gær en síðara markið kom undir lok fyrri hálfleiks. Þeir þurftu aðeins 222 mínútur til að skora þessi átta mörk og er það stórbættur árangur frá síðustu keppnum.

Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 432 mínútum undankeppni EM 2004 og því ljóst að metið hefur verið bætt um meira en 200 mínútur. Þess ber að geta að Íslandi hefur mistekist að skora átta mörk í fimmtán undankeppnum af 24.

Stysta bið eftir marki númer átta í undankeppni stórmóts.

222 mínútur - EM 2016 (8-0)

432 mínútur - EM 2004 (8-5)

458 mínútur - HM 2002 (8-9)

476 mínútur - HM 2014 (8-6)

546 mínútur - HM 1982 (8-18)

574 mínútur - HM 2006 (8-17)

658 mínútur - EM 2000 (8-3)

807 mínútur - EM 2008 (8-17)

866 mínútur - HM 1998 (8-16)


Tengdar fréttir

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía

Ísland skilja Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serba eftir í rykinu þegar næsti styrkleikalisti FIFA verður birtur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×