Fótbolti

Strákarnir okkar upp fyrir Dani og Svía

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Birkir Bjarnason biður um og fær vítaspyrnu í Laugardalnum í gærkvöldi.
Birkir Bjarnason biður um og fær vítaspyrnu í Laugardalnum í gærkvöldi. Vísir/Valli
Frækinn 2-0 sigur Íslands á Hollendingum í gærkvöldi verður til þess að Ísland verður í hópi 30 sterkustu knattspyrnuþjóða heims er styrkleikalisti FIFA verður uppfærður þann 23. október.

Styrkleikalistinn tekur mið af úrslitum í landsleikjum þar sem fjögur atriði skipta máli. Úrslitin, keppnin sem leikurinn fer fram í, staða andstæðingsins á styrkleikalistanum og styrkleiki undankeppninnar. Holland sat í 4. sæti fyrir leik gærkvöldsins en má reikna með að fara í sjötta sæti eftir útreiðina á Laugardalsvelli í gær. Þar sem Hollendingar eru svo hátt skrifaðir fær íslenska liðið þeim mun fleiri stig.

Samkvæmt bráðabirgðaútreikningum á vef FIFA mun íslenska liðið fara úr 34. sæti listans með 646 stig og upp um þó nokkur sæti. Liðið ætti að vera með 816 stig eftir sigrana gegn Lettum og Hollandi. Úrslit í öðrum landsleikjum benda til þess að Ísland vippi sér upp fyrir Dani, Svía, Rússa, Rúmeníu, Skota, Wales, Gana og Serbíu.

Íslenska liðið hefur flogið upp styrkleikalista FIFA á undanförnum tveimur árum undir stjórn Lars Lagerback og Heimis Hallgrímssonar. Liðið var í 58. sæti í apríl, situr nú í 34. sæti og verður að óbreyttu í hópi 30 sterkustu þjóða heims við birtingu listans þann 23. október.

Staða Íslands á listanum skiptir miklu máli því farið er eftir stöðu þjóða á styrkleikalistum þegar dregið er í riðla fyrir undankeppni stórmóta.

Uppfært klukkan 23:36

Í fréttinni var sagt að flest benti til þess að Ísland færi upp fyrir nokkrar þjóðir, þar á meðal Rúmeníu. Eftir sigur Rúmeníu á Finnum á útivelli í kvöld er ljóst að Rúmenar verða áfram fyrir ofan Ísland á styrkleikalistanum þegar hann verður uppfærður 23. október. Ísland verður eftir sem áður fyrir ofan bæði Svía og Dani sem töpuðu 1-0 gegn Portúgal á Parken í kvöld.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

„Gylfi er í heimsklassa“

Landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck sagði íslenska miðjumanninn einn þann besta sem hann hafi séð.

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×