Fótbolti

Birkir Bjarna: Var Robben að spila?

Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar
Birkir Bjarnason og Robben eigast við.
Birkir Bjarnason og Robben eigast við. vísir/andri marinó
Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var skiljanlega sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi.

„Þetta var frábærlega skipulagður leikur hjá okkur. Þeir fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik og svo man ég ekki hvort þeir hafi fengið eitthvað í seinni hálfleik. Þetta var fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Birkir sem var spurður um Arjen Robben, kantmanninn hættulega hjá Hollandi, sem íslensku strákarnir höfðu góðar gætur á í leiknum.

„Var hann að spila?“ sagði Birkir í léttum dúr. „Hann er frábær leikmaður, en við náðum að loka mjög vel á hann og þetta var frábær frammistaða hjá öllum.“

Eins og áður sagði náði Birkir í vítaspyrnu snemma leiks, en hver var aðdragandinn að henni?

„Ég ákvað að reyna að fara framúr honum (Stefan de Vrij) og hann kemur við mig. Það var 50-50 hvort þetta ætti að vera víti,“ sagði Birkir sem er að vonum ánægður með byrjunina á undankeppninni.

„Við erum búnir að bæta okkur gríðarlega, bæði í vörn og sókn, og það hefur sést í þessum þremur leikjum,“ sagði Birkir að endingu.


Tengdar fréttir

Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik

Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum.

Kolbeinn: Gaman fyrir mig að koma á æfingu

"Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld.

Gylfi skellti í sig töflum eftir leikinn

"Það er aldrei slæmt að taka þrjú eða sex stig á móti honum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson, öðru nafni martröð Robin van Persie.

Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum.

Gylfi markahæstur í undankeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson hefur skorað fjögur mörk í þremur fyrstu leikjum Íslands í undankeppni EM 2016 og er nú markahæsti leikmaður undankeppninnar ásamt tveimur öðrum leikmönnum.

Jón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur

"Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×