Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 22:09 Arjen Robben reynir að komast framhjá Ara Frey. vísir/villi Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira
Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Sjá meira