Walesverjar á toppi síns riðils eins og Íslendingar - úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2014 21:11 Gareth Bale fagnar sigri í kvöld Vísir/Getty Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús í A-riðli í undankeppni EM 2016 eftir leiki kvöldsins en það eru líka Króatía og Ítalía sem spila í H-riðlinum. Wales er á toppnum í B-riðlinum. Tékkar byrja vel eins og Íslendingar en þeir unnu 4-2 útisigur í Kasakstan í kvöld þar sem fjórir Tékkar voru á skotskónum. Tékkar komust í 3-0 en Yury Logvinenko skoraði tvö mörk fyrir Kasakstan á síðustu sex mínútum leiksins. Tyrkir eru áfram í botnsæti riðilsins eftir 1-1 jafntefli í Lettlandi þar sem Valērijs Sabala skoraði jöfnunarmark Letta sjö mínútum eftir að Tyrkir komust yfir. Króatar og Ítalir eru með fullt hús í H-riðli og Norðmenn eru komnir í þriðja sæti riðilsins eftir 2-1 sigur á Búlgaríu. Graziano Pellè tryggði Ítölum 1-0 útisigur á Möltu og Ivan Perišić skoraði tvö mörk í 6-0 sigri Króata á Aserbaídsjan. David Cotterill og Hal Robson-Kanu skoruðu mörk Wales sem er á toppnum í B-riðlinum eftir 2-1 heimasigur á Kýpur. Bosnía og Belgía gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli en Bosníumenn hafa enn ekki fagnað sigri eftir þrjá leiki. Ísrael hefur unnið báða leiki sína sem skilar liðinu upp í 2. sætið. Ísrael vann 4-1 útisigur á Andorra í kvöld.Öll úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2016:Úrslit úr A-riðliÍsland - Holland 2-0 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (10.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (42.),Kasakstan - Tékkland 2-4 0-1 Bořek Dočkal (13.), 0-2 David Lafata (44.), 0-3 Ladislav Krejčí (56.), 1-3 Yury Logvinenko (84.), 1-4 Tomáš Necid (88.), 2-4 Yury Logvinenko (90.).Lettland - Tyrkland 1-1 0-1 Bilal Kisa (47.), 1-1 Valērijs Sabala (54.)Úrslit úr B-riðliAndorra - Ísrael 1-4Bosnía - Belgía 1-1 1-0 Edin Džeko (28.), 1-1 Radja Nainggolan (51.)Wales - Kýpur 2-1 1-0 David Cotterill (13.), 2-0 Hal Robson-Kanu (23.), 2-1 Vincent Laban (36.)Úrslit úr H-riðliNoregur - Búlgaría 2-1 1-0 Tarik Elyounoussi (13.), 1-1 Nikolay Bodurov (43.), 2-1 Håvard Nielsen (72.)Króatía - Aserbaídsjan 6-0Malta - Ítalía 0-1 0-1 Graziano Pellè (24.). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Ísland og Tékkland eru bæði með fullt hús í A-riðli í undankeppni EM 2016 eftir leiki kvöldsins en það eru líka Króatía og Ítalía sem spila í H-riðlinum. Wales er á toppnum í B-riðlinum. Tékkar byrja vel eins og Íslendingar en þeir unnu 4-2 útisigur í Kasakstan í kvöld þar sem fjórir Tékkar voru á skotskónum. Tékkar komust í 3-0 en Yury Logvinenko skoraði tvö mörk fyrir Kasakstan á síðustu sex mínútum leiksins. Tyrkir eru áfram í botnsæti riðilsins eftir 1-1 jafntefli í Lettlandi þar sem Valērijs Sabala skoraði jöfnunarmark Letta sjö mínútum eftir að Tyrkir komust yfir. Króatar og Ítalir eru með fullt hús í H-riðli og Norðmenn eru komnir í þriðja sæti riðilsins eftir 2-1 sigur á Búlgaríu. Graziano Pellè tryggði Ítölum 1-0 útisigur á Möltu og Ivan Perišić skoraði tvö mörk í 6-0 sigri Króata á Aserbaídsjan. David Cotterill og Hal Robson-Kanu skoruðu mörk Wales sem er á toppnum í B-riðlinum eftir 2-1 heimasigur á Kýpur. Bosnía og Belgía gerðu á sama tíma 1-1 jafntefli en Bosníumenn hafa enn ekki fagnað sigri eftir þrjá leiki. Ísrael hefur unnið báða leiki sína sem skilar liðinu upp í 2. sætið. Ísrael vann 4-1 útisigur á Andorra í kvöld.Öll úrslit kvöldsins í undankeppni EM 2016:Úrslit úr A-riðliÍsland - Holland 2-0 1-0 Gylfi Þór Sigurðsson, víti (10.), 2-0 Gylfi Þór Sigurðsson (42.),Kasakstan - Tékkland 2-4 0-1 Bořek Dočkal (13.), 0-2 David Lafata (44.), 0-3 Ladislav Krejčí (56.), 1-3 Yury Logvinenko (84.), 1-4 Tomáš Necid (88.), 2-4 Yury Logvinenko (90.).Lettland - Tyrkland 1-1 0-1 Bilal Kisa (47.), 1-1 Valērijs Sabala (54.)Úrslit úr B-riðliAndorra - Ísrael 1-4Bosnía - Belgía 1-1 1-0 Edin Džeko (28.), 1-1 Radja Nainggolan (51.)Wales - Kýpur 2-1 1-0 David Cotterill (13.), 2-0 Hal Robson-Kanu (23.), 2-1 Vincent Laban (36.)Úrslit úr H-riðliNoregur - Búlgaría 2-1 1-0 Tarik Elyounoussi (13.), 1-1 Nikolay Bodurov (43.), 2-1 Håvard Nielsen (72.)Króatía - Aserbaídsjan 6-0Malta - Ítalía 0-1 0-1 Graziano Pellè (24.).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira