Fótbolti

Leitað að besta stuðningsmanni Íslands

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimi Má var vel fagnað í miðbænum í dag.
Heimi Má var vel fagnað í miðbænum í dag. Vísir/Egilll Aðalsteinsson
Ísland mætir Hollandi í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli í kvöld. Tæplega tíu þúsund eldhressir áhorfendur verða á vellinum. En hver er sá hressasti?

Heimir Már Pétursson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti stuðningsmenn Hollands á English Pub í Austurstræti fyrr í dag. Þeir hollensku voru orðnir léttir og hressir í sólinni í miðbænum. Vonandi tekst þó stuðningsmönnum Íslands að hafa betur í baráttunni við þá hollensku í stúkunni.

Vísir hvetur stuðningsmenn Íslands til að taka myndir af sér fyrir leik, meðan á leik stendur og eftir leik með merkinu #ISLHOL, #Fotboltavinir eða #AframIsland og deila á Instagram eða Twitter.

Vísir mun birta flottustu myndirnar hér að neðan og sömuleiðis á Facebook-síðu Vísis. Sá stuðningsmaður sem fær flest læk á myndina sína verður krýndur besti stuðningsmaður Íslands í lok dags.

Vísir verður með beina textalýsingu frá leiknum auk þess sem hann verður gerður upp í þættinum Leiðin til Frakklands á Stöð 2 Sport klukkan 20:45.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×