Fótbolti

Kolbeinn: Hef fengið nokkur SMS

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax, er spenntur fyrir leik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016 í kvöld.

Kolbeinn hefur spilað í Hollandi undanfarin ár og þekkir því vel til hollensku leikmannanna. „Þeir eru nokkrir búnir að senda mér SMS og þeir hlakka bara til að byrja að spila,“ segir Kolbeinn sem telur að Ísland getur unnið í kvöld.

„Við erum á toppi riðilsins með fullt sjálfstraust. Það eru því allir gíraðir í þennan leik og ef við náðum að spila vel, eins og gegn Tyrklandi, þá getum við unnið þá.“

Kolbeinn segir að sóknarmenn Hollands séu sterkustu leikmenn liðsins og því þurfi að spila sterkan varnarleik í kvöld.

„Þetta eru toppleikmenn sem eru í toppliðum og allt hættulegir leikmenn. Við þurfum að hafa sérstakar gætum á þeim.“

„En við viljum líka halda boltanum og spila. Það hefur sést í síðustu tveimur leikjum að við erum að spila frábæran fótbolta.“

„Ég tel því að þó svo að Hollendingar verði meira með boltann þá viljum við líka hafa boltann mikið. Það verður bara að koma í ljós hvernig þetta þróast.“

Kolbeinn telur allt eins að Hollendingarnir séu örlítið smeykir fyrir leikinn í kvöld. „Þeir sáu leikinn gegn Tyrkjum sem var frábær hjá okkur. Þeir hljóta því að bera virðingu fyrir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×