Fótbolti

Lars: Maður á alltaf möguleika í fótbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, telur möguleika Íslands gegn Hollandi í kvöld ágæta.

„Ég er alltaf nokkuð bjartsýnn. Þeir eru vissulega sigurstranglegri en við höfum verið að þróa okkar leik og alltaf staðið okkur betur og betur þann tíma sem ég hef verið svo lánsamur að fá að vera með liðinu,“ sagði Lagerbäck í viðtali við Arnar Björnsson í gær.

„En maður á alltaf möguleika í fótbolta og því tel ég þá ekki vera sigurstranglegri í kvöld. Ég held og vona að við getum komið þeim aðeins úr jafnvægi í kvöld og vonandi náð góðum úrslitum.“

Gylfi Þór Sigurðsson er að glíma við ökklameiðsli og Theodór Elmar Bjarnason fékk verk í bakið í leiknum gegn Lettlandi á föstudag en Lagerbäck segir að læknalið Íslands sé vongott um þá báða.

„En við erum ekki viss. Við verðum að sjá til eftir æfingu í kvöld og taka svo ákvörðun í fyrramálið í allra síðasta lagi,“ sagði Lagerbäck en viðtalið var tekið um miðjan dag í gær.

„En í öllu falli tel ég nokkuð góðar líkur á að þeir spili.“


Tengdar fréttir

Gylfi í hoppæfingum á Hilton

Þorgrímur Þráinsson segir að útlitið með Gylfa Þór Sigurðsson fyrir leikinn í kvöld sé gott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×